Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mikill léttir!

Ég hef fylgst grant með bloggi eins fréttamanna The Independent, sem býr á Gaza ásamt fjölskyldu sinni. Það olli mér miklu hugarangri að hann hafði ekki skrifað í nokkra daga, en fyrir það hafði hann notað þessa nokkru klukkutíma af rafmagni sem þau fá, og skrifað á hverjum degi. Það voru skuggalegar færslur sem lýstu því hvernig sprengjudunurnar færðust nær og nær, og því var ekki óeðlilegt að álykta sem svo að þær hefðu kannski færst aðeins of nálægt.

En, sem betur fer, kom inn færsla í dag, og er hann enn á lífi. Hann þurfti að yfirgefa heimili móður sinnar núna, en áður hafði hann flúið bóndabæ föður síns, en það heimili var sprengt upp með föður hans og ungum frænda þar inni, ásamt nokkrum kusum. Það eru frábærar færslurnar hans, hlutlausar og raunhæfar og gefa manni góða innsýn í það hvernig er að búa á þessu svæði í dag. Hér er á ferðinni reyndur blaðamaður sem segir sögu sína dag frá degi innilokaður á útrýmingarsvæðinu Gaza. Mæli með lesningu blogsins hans, en það er að finna hér, eða þá greinar hans í The Independent, en þar má einnig finna blogfærslur hans.


Myndir frá báðum hliðum

Mér var bent á þessa myndafærslu. Mæli með því að fólk skoði þetta, en vara jafnframt við sumum myndunum.
mbl.is Mannréttindaráð SÞ ályktar gegn árásum Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau ættu að taka sér Chavez sem fyrirmynd

Hann rak sendiherra Ísraels og starfsfólk sendiráðsins úr landi.

 

Annars eru hér nokkrar myndir sem starfsfólk Rauða Krossins og Rauða Hálfmánans hafa tekið í starfsumhverfi sínu síðustu daga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

abc1

 

 

 

 

 

 

 

abc2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki ágreiningur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hverjum stendur þú, lesandi góður?

Minni á kosninguna, en hlekkinn á hana er að finna í síðustu færslu minni

 

Bendi einnig á þessa grein sem er mjög áhugaverð lesning, og kannski nauðsynleg í ljósi atburða líðandi stundar.


mbl.is Mótmæli víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael Vs. Palestína: kosning - ofl.

Kosning á sér stað á netinu um hvorn aðilan fólk styður, Ísraelsher eða Palestínskan almúga. Furðulegt er hversu mjótt er á munum þegar þetta er skrifað, en þið getið kosið hér   

 

Þessi villimennska er ótrúleg. Fullkomlega óskiljanleg. Af hverju í ósköpunum sitja stjórnvöld og bora í nefið í stað þess að rifta öllum stjórnmálasáttmálum við Ísrael þegar í stað? Núverandi stjórnvöld Íslands eru ekki einungis búin að sofa svo ærlega á verðinum gagnvart fjármálastjórn að efnahagur landsins er hruninn, heldur vilja þau nú bæta gráu ofan á svart og ata hendur þjóðarinnar með blóði saklausra fórnarlamba þjóðflokkahreinsunnar, með því að þora ekki að andmæla vilja BNA (eða IMF mafíunnar) og sitja bara á höndum sér milli þess sem þau gefa út falskar yfirlýsingar þess efnis að það "tíðkist ekki" að Íslensk stjórnvöld hafi dug til að láta í sér heyra. Það er að vísu rétt að það TÍÐKAST ekki í nt, en það TÍÐKAÐIST hinsvegar í þt. 

Raggeitur dagsins í dag ættu ekki að reyna að klína dugleysi sínu á forvera sína. Breytið nú einu sinni rétt í þessari blessuðu stjórnartíð.

 

Helförin 1

 

 

 

 Helförin WWII

 

 

 

 

Gaza 1

 

 

 

 Gaza í dag

 

 

 

 

Helförin

 

 

 

 Helförin WWII

 

 

 

 

Gaza

 

 Gaza í dag (myndin er lítil en þarna eru Ísraelskir hermenn að "pósa" yfir líki Palestínumans, stoltir yfir afreki sínu)

 

 

Gaza 2

 

 

 

 Gaza í dag

 

 

 

 

Helförin 3

 

 

 

 

 

 Helförin WWII

 

 

 

 

Gaza 3

 

 

 Gaza í dag

 

 

 

 

  

Hinn Vestræni heimur sagði um Helförina, eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar: "ALDREI AFTUR!!!" Þessi sami Vestræni heimur situr nú hjá og gerir nákvæmlega ekki neitt til að koma þessu fólki til bjargar.

 

Megi Guð fyrirgefa þeim sem stinga höfðinu í sandinn á meðan börn eru myrt í hrönnum.

 


mbl.is Fosfórský á Gasasvæðinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR SEM ERU ANDVÍGIR FJÖLDAMORÐUM ÆTTU AÐ MÆTA!!

fip-fanar

Opinn fundur á Iðnó vegna fjöldamorðanna á Gaza Laugardaginn 10. janúar kl 16.00

 

Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, segir frá lífi og starfi bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie sem lét lífið á Gaza-svæðinu 16. mars 2005 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana. Þóra Karítas fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie“ sem frumsýnt verður 19. mars.

 

Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, flytur ræðu.

 

Tekið verður viðal við Jean Calder, ástralska konu sem býr og starfar í Khan Younis á Gaza-ströndinni. Jean Calder hefur unnið í þrjá áratugi að endurhæfingu fatlaðra á vegum Palestínska rauða hálfmánans í Líbanon, Egyptalandi og á Gaza síðustu 13 árin.

 

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, flytur ræðu.

 

Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Von er á frumflutningi lags um fjöldamorðin á Gaza.

 

Kertafleyting á Tjörninni til minningar um fórnarlömb fjöldamorðanna á Gaza.

 

Fundarstjóri: Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.


Sem kvartbauni

veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Mér nú samt í fullri hreinskilni einungis hlátur í huga. Það þýðir ekkert annað á þessum "síðustu og verstu" eins og menn segja gjarnan þessa dagana.

 

Ekki nema að það séu baunagenin sem eru að brjótast um í hláturtaugum mínum?


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

þá er bara einkavæðingin gengin til baka. Bankastarfsmenn gærdagsins eru ríkisstarfsmenn dagsins í dag. Líf mitt hefur kannski ekki tekið miklum stakkaskiptum - ekki ennþá allavega.

Gleðilegt þykir mér þó að krónan hefur styrkst og bensínverð lækkað.

 

Sjáum hvað setur.


Þetta var

nú frekar loðið. Nú er bara að bíða eftir frumvarpinu. Það er allt að gerast á frónni.

kl. 16:00

heldur Gair H. Haarde ávarp um aðgerðaráætlanir ríkisins - ef það er ekki þegar of seint að hífa andlit okkar upp úr forinni.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband