Mismunum franskra þegna

Frönsk stúlka fagnar Bastille deginumÞað er eitt, og get ég skilið það, að banna öllu fóki að hylja andlit sitt á almannafæri. En það er allt annað að banna múslimakonum eingöngu að hylja andlit sín. Ég get ekki betur skilið af þessari frétt, en að allir Frakkar megi ganga um götur landsins með húfu á höfði og sokk yfir andlitinu, bara svo lengi sem það er ekki múslimakona með slæðu sem hylur hár sitt og andlit. Þetta eru ekkert annað en ofsóknir gegn ákveðnum trúarbrögðum og er algerlega óafsakanlegt. Af hverju er allt í lagi að ofsækja Múslima? Hvað er að vestrænu samfélagi? Það er nú ekki það langt síðan að síðustu ofsóknir af slíku tagi náðu hámarki með ógleymanlegum hryllingi seinni heimstyrjaldarinnar. En það gerðist ekki yfir nótt, það byjaði smátt. Gyðingum var bannað þetta og svo var þeim bannað hitt, og hægt og rólega þróaðist það út í misþyrmingar og blóðsúthellingar sem enginn nema rétt ypti öxlum yfir, því siðferðiskenndin var orðin svo brengluð af þessu stigvaxandi ástandi. Ég get ekki samþykkt þessa framkomu gegn neinum, hvorki múslimum né öðrum, og mér finnst sorglegt að sjá stjórnvöld nokkurs lands koma svona fram við þegna sína.
mbl.is Frakkar stefna að blæjubanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í sumum múslímalöndum verða vesturlanda konur að klæða sig að hætti heimamakvenna.  Múslímar hafa tilhneigingu til að laga sig ekki að reglum og siðum gistilandsins.  Þetta stafar af því meðal annars að karlmennirnir hafa völdin sem þeir óttast að missa slaki þeir á klónni.  Búrku klæðnaður er ekki til orðin vegna kröfu kvenna.  Þetta kom vel í ljós á tíma keisarans í Íran.  Það var líka ein af ástæðunnum fyrir því að hann var drepinn, ekki af konum heldur körlum.

Burt séð frá þessu þá hélt ég að það væri bannað að ganga um á almannafæri með grímu, enda ætti að vera svo.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.1.2010 kl. 17:00

2 identicon

Þetta eru hárrétt viðbrögð við ógeðslegri kvennakúgun íslams.

 Það er í hæsta máta ósmekklegt að líkja vörnum vestræns lýðræðis gegn arabísku miðaldabrjálæði við aðdraganda helfararinnar.

marco (að handan) (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 01:01

3 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Marco: þetta er nú ekki svara vert komment hjá þér, því miður.

Hrólfur: Af hverju gerir þú ráð fyrir því að allar múslimakonur séu kúgaðar? Og enn frekar, af hverju gerir þú ráð fyrir að þær séu allar innflytjandur? Það er svo fjarri sanni.

Annars hef ég búið í Mið-Austurlöndum og þekki einnig múslimakonur á Íslandi og engin þeirra kvenna sem ég hef kynnst búa við neina kúgun, hvorki til að bera slæðu né til nokkurs annars.

Það eru til svo margfalt áhrifaríkari leiðir til að berjast gegn kvennakúgun án þess að ráðast gegn trú ákveðins hóps í leiðinni. Hvað með rétt kvennanna til að klæðast því sem þær vilja? Af hverju má ríkið kúga þær, eitthvað frekar heldur en ímyndaði eiginmaðurinn/faðirinn/frændinn í þessu tilviki?

Nei, nú sýnist mér fordómar stýra skoðunum, en það er líka ansi algengt í vestrænum löndum og í raun ekki við almenning að sakast með þann fréttaflutning og áróður sem við erum ómeðvitað mötuð með. Ég var sjálf alveg sömu skoðunar áður en ég kynntist þessari menningu af eigin raun, og ég skammaðist mín svo innilega þegar ég gerði mér grein fyrir fávisku minni og fordómum að ég gat varla litið framan í vinkonur mínar úti.

En maður lifir og lærir og reynir að auka víðsýni sína og umburðarlyndi með aukinni reynslu og þekkingu. Það er allavega mitt markmið.

Kveðja

Fríða Rakel Kaaber, 2.2.2010 kl. 02:07

4 identicon

Flott hjá þér.

Fjölkvæni er ekki til marks um kvennakúgun.

Konur í miðausturlöndum geta gengið um hvar sem er eins og ekkert sé, án blæju.

Heiðursmorð eru ekki til.

Konur mega ganga til bæna með karlmönnum.

Allt sem að múhameð Múmísnsnáði  sagði um samskipti kynjanna er gróflega misskilið.

Þetta er sjálfsagt ekki svaravert frekar en annað sem sagt er til höfuðs þessari helstefnu.

Ertu sjálf múslimi?

marco (að handan) (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband