Spillta Ísland

Það er víða pottur brotinn að því er virðist. Áhugaleysi stjórnvalda á því að upplýsa og uppræta þetta mál allt saman er svívirðilegt, og það að við séum nú að missa einn þann hæfasta sérfræðing sem völ er á á þessu sviði, vegna þessa "áhugaleysis", er hreint út sagt sorglegt og hreinlega hrópar út: SPILLING! Við vorum með eindæmum heppin að fá Joly til samstarfs við okkur til að byrja með, en þegar maður hugsar aðeins til baka þá voru það ekki stjórnvöld sem voru að falast eftir hennar aðstoð, það er að segja ekki fyrr en almenningur hrópaði á það eftir komu hennar í hinn ágæta þátt Silfur Egils.

Spillta Ísland. Mér líður eins og ég eigi heima í þriðja heims ríki sem var að koma út úr skápnum, öllum þegnum sínum að óvörum. Og ég viðurkenni það að ég er ekki stolt. Ég er ekki stolt af því að hafa blindandi tekið þátt í þessu, mér líður svolítið eins og ég hafi óafvitandi þegið mútur. Ég hafði það óheyrilega gott, og svo sprangaði maður um heiminn og gaspraði og gólaði að ástæðan fyrir þessu ljúfa lífi væri það hversu óspillt samfélag okkar Íslendinga væri, "Tja, við erum svo voðalega fá að það mundi aldrei líðast nein spilling, það mundi alltaf komast upp!" Það var og. Og ég virkilega trúði þessu, eins og kjáni.


mbl.is Vill að ríkissaksóknari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú ert búin ad eiga heima í bjánaríkinu Ísland frá thví thú faeddist.  Kvótakerfid er líklega eldra en thú ert og sídan thví var komid á hefur thessi thjód verid skrípóthjód og allt í raenulausu rugli.

Gummi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Kvótakerfið var reyndar sett á 1984, og ég er fædd 1981. Engu að síður var ég ekki mikið að velta slíku fyrir mér fyrstu ár lífs míns svo það er rétt að ég hef í raun ekki þekkt neitt annað. Ég er því bone fide bjánaríkisborgari, enda búin að búa hér meira og minna öll mín ár.

En er það gild afsökun fyrir því að láta glepjast?

Fríða Rakel Kaaber, 11.6.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband