Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Duglegur kisi

Ætli lóran mín mundi bregðast eins við?
mbl.is Köttur bjargaði lífi eiganda síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sumsé á lífi. Ennþá allavega.

Ég hef ekki verið neitt sérstaklega dugleg að blogga undanfarnar vikur. Ég hef mér enga sérstaka afsökun. Hugsa að ástæðan sé aðallega sú að ég breytti upphafssíðunni minni úr mbl og yfir í Gulf News og þá er sá möguleiki að tengja bloggfærslu við frétt úr sögunni.

Fréttir af mér eru kannski ekki margar en þær eru samt í stærra lagi, svona eiginlega. Nú liggur það fyrir að ég mun flytjast út í a.m.k. hálft ár frá og með vorinu (dagsetning er ekki alveg ljós ennþá). Mun ég því undirgangast læknaskoðanir af ýmsu tagi og verður það að teljast híð besta mál. Ég leifi mér nefnilega að fullyrða að ég mundi aldrei láta rannsaka heilsu mína svo gaumgæfilega án slíkrar hvatningar. Fyrsta læknisskoðunin er á morgun en í kjölfarið af því mun ég fara í allavega þrjár heimsóknir til viðbótar til mismunandi sérfræðinga.

Að allt öðru. Ég er tilneydd að kaupa mér síma hvað og hverju þar sem gamli góði Hello Kitty síminn minn er að geyspa golunni. Ég hef verið að skoða þennan Samsung síma. Er nú í raun ekki komin mikið lengra en það samt. Sá hann þegar ég var í Kína og leist vel á hann. Ef einhver þekkir til hans væru athugasemdir - meðmæli eða gallar - vel þegnar.

Ótrúlegt hvað ég hef lítið frambærilegt fram að færa eftir svona langa bloggpásu.

Ég og kisa að borða fajitas


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband