Færsluflokkur: Menntun og skóli

Síðasta prófið

er á morgun. Er búin að marinerast vel í amerískrí nítjándualdarbókmenntasósu síðustu daga og líður eins og ég eigi að flétta hárið á mér í krans og klæðast mússulínskjól í tilefni morgundagsins. En ég á ekki mússulínskjól. Og hárið á mér er ekki nógu sítt til að flétta í krans. Þannig að ég verð bara að vera í pólíesterkjól og með tagl.

Heyrðu, gangi mér vel!

Já, takk kærlega fyrir það!

Það var lítið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband