Færsluflokkur: Dægurmál

Það er

svo sannarlega komið lúll núna.

Ég og Kisa að lúlla

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svona sofum við Kisa.


Úrval Útsýn og......Krít??

Það er nokkuð sem ég þoli ekki í auglýsingum og það eru villandi upplýsingar til að blekkja viðskiptavininn. Um þessar mundir er auglýsing sem gengur í sjónvarpinu frá Úrval Útsýn. Þar eru auglýstar ferðir til Krítar á hagstæðu verði, og ég rengi það ekki að verðið sé sanngjarnt, enda hef ég ekki kynnt mér það neitt. Það er myndbandið sem angrar mig. Þarna eru sýndar gullfallegar myndir frá litlum klettaþorpum, þá er gamall maður á asna sem ferðast um gamla suðræna vegi, ótrulega fagurt útsýni yfir blá þök húsa byggðum í brekkunum og handan þeirra hafið og fagurt nes. Allt einstaklega heillandi og gríðarlega aðlaðandi, sem er ekki furða þar sem allar myndirnar eru frá eyju sem heitir Santorini og hefur verið kosin af mörgum ferðahandbókum/-vefsíðum sem ein fegursta eyja heims.
Þetta er Grísk eyja sem er agnarsmá, skeifulaga (nesið sem sést í útsýnis myndbrotinu) og er með enn smærri eldfjall/eyju í miðjunni. Þangað hef ég blessunarlega komið og dvalið um stund en þar sem eyjan er, eins og áður sagði, agnarsmá þekkti ég hana um leið. Þarna er lítið um bílaumferð, nema á milli bæja, þar sem stígarnir eru of brattir og þröngir til að hægt sé að keyra eða hjóla um þá, og því fara asnar með hlutverk almenningsvagna. Þar er einnig að finna einstakar svartar, rauðar og hvítar strendur þar sem þetta er jú eldfjallaeyja.
Ég hef líka komið til Krítar og þetta er ekki samanberanlegt. Santorini er hrein og falleg og frekar ósnortin eyja þar sem flestir ferðalangar koma bara í dagsferð á ferjum frá túristastöðunum, en eins og flestir vita (hvort sem þeir hafa komið þangað eða ekki) þá er Krít ansi mikil túristakista sem hefur tapað miklu af sínum upprunalega sjarma. Það tekur nokkra klukkutíma að sigla þarna á milli og er það því ekki fyrir sjóveika (né barnafólk) að leggja það á sig. Þetta er í raun ekki ósvipað því að auglýsa ferð til Philadelphiu eða Newark og sýna vel valdar myndir frá New York til að heilla/plata kaupandann.

Þetta er einfaldlega lúalegt, ég get ekki setið á þeirri skoðun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband