13.3.2007 | 13:10
Steipireiður
Mig langar að tileinka fyrstu færsluna mína þessum stórkostlegu dýrum, sem senn munu líklega hverfa okkur að eilífu. Ekki er svo langt síðan að 300.000 hvalir syntu um höfin en í dag eru aðeins 3% þeirra eftir og fækkar stöðugt vegna áhrifa mengunnar okkar mannfólksins.
Athugasemdir
http://www.savethewhales.org/blue.html
Endurvinna. Kaupa sparneytnari bíla. Nota almenningssamgöngur. Lífrænt ræktuð matvæli. Kynna sér umhverfissjónarmið fyrirtækja sem við höfum viðskipti við. Allt skiptir máli svo við getum haft áhrif. Umhverfisverndarvakningin mun verða meiri með hverju árinu, vonandi. Að lokum, þurfum við virkilega að veiða hvali?
styrmir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:33
það vantar vísun í þessar tölur. Hvar fékkstu þær? Af hverju segir þú að það sé mengun mannfólksins að kenna? Getur bara ekki verið að aðstæður hafi breyst af öðrum ástæðum? Eruð þið ekki á 2 bílum?
Andri
Andri Elvar (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:11
Þetta er auðvitað rétt hjá þér það vantar þarna tilvísanir, upplýsingarnar fékk ég í lokaþætti þáttaraðarinnar Jörðin sem var framleidd af BBC og sýnd hérlendis nýlega.
Og jú, ég er ekki stolt af því en við eigum tvo bíla. En við erum að reyna að breyta háttum okkar og förum meira og minna í samfloti nú orðið og erum því venjulega að nota aðeins einn bíl í einu.
Þó ég sé ekki að afsaka eigin framlög til mengunnar má samt segja að það sé í frásögur færandi að ég hyggst taka strætó í vinnuna í sumar, en þar sem ég er sérlega bílveik (og ekki síst í dísilbrælunni í strætó) þá hef ég lengi forðast þennan annars príðilega farskjóta. Það er alger óþarfi að strætisvagnarnir fari svo gott sem sömu leið og ég og bæði vagninn og bíllinn í flestum tilfellum bara með bílstjórann innanborðs. Það er vonandi að fleiri vagnar verði vetnisknúnir fljótlega og að sem allra flestir noti þá.
Fríða Rakel Kaaber, 26.3.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.