Transformers - fyrir alla sem muna níunda áratuginn!

Ég man níunda áratuginn. Man hann mjög vel. Man eftir grifflum, man eftir Shoe People, man eftir Xena - Queen of the Jungle og appelsínugulum varalit. Man eftir túperuđum toppum og marglituđum hanakömbum. Man eftir Björk í brúđarkjól ađ syngja um Önnu og ég man eftir lélegu tćknibrellunum í kynningunum í Skonrokki. Ég man eftir netabolum, man eftir skćrbláum maskörum, neon skiltum og ţríhyrningum út um allt.
Ég man eftir illa leiknum unglingamyndum um sólarhring af prakkarastrikum sem endađi samt alltaf vel - burstaklippti strákurinn fékk alltaf permanentuđu stelpuna. Í snjóţvegnum gallabuxum. Bćđi tvö.

Ég man eftir Pretty in Pink og Teen-Witch. Man eftir Kolaportinu í bílastćđahúsinu viđ Kalkofnsveg og man eftir Björk ađ selja föt ţar í bási og gulum krumpuefnis kjól sem viđ keyptum af henni á 50kr.
Man eftir krumpuefnis sundbolum. Man eftir nćlonleggings og leikfimibol yfir, međ ţveng. Man eftir bolum og peysum sem vantađi neđri hlutann á. Man eftir ljósastofu í kjallara á Skólavörđustígnum ţar sem rauđ rör og hvít járnanet voru í hávegi höfđ.

Ég man eftir Tokyo viđ Hafnastrćti ţar sem var selt Little Twin Stars, Hello Kitty og annađ Sanrio dót. Man eftir reykvélum og spandex göllum. Man eftir undarlegri villikattatísku - ljón og tígrisdýr voru rosalega heit. Man eftir Vörumarkađnum og stikum á Vesturlandsvegi milli Mosfelssveitar og Reykjavíkur. Ég man eftir 40 ára afmćli Kaupfélags Kjalarnesţings og 200 metra afmćlistertu Reykjavíkurborgar.

Ég man eftir veđurfréttamönnum sem bentu á snúningskassa međ priki og skröfuđu endalaust um vindstig. Ég man eftir falli Berlínarmúrsins. Man efti 19:19. Ég man eftir ađ syngja hástöfum međ Suzana og Mamma Maskarar Augun.

Ég man eftir Galsa og appelsínu Topp ís. Man eftir kađlapeysum međ vćngjum. Man eftir kínaskóm í Hagkaupum og hárskrauti sem fékk tagliđ til lyftast upp um fimm til tíu sentimetra. Man eftir haltu kjafti kúlum og fílakaramelluleiknum - rauđ rönd undir gyllingunni veitti ţér tíu karamellur í verđlaun. Man ţegar viđ systurnar urđum vinsćlastar í hverfinu yfir nótt ţví viđ áttum videotćki. Man eftir Rainbow Bright og hestinum hennar. Man eftir Lady Lovely Locks, He-Man og She-Ra og ég man svo sannarlega eftir Transformers.

Sem tekur okkur aftur ađ fréttinni. Ég ćtla svoo ađ sjá Transformers.

P.S. Ég man samt ekki hvađ ţetta níunda-ártugs-lag heitir, ţó svo ég fái ţađ međ reglulegu millibili á heilann:

"....Í huga minn,
ţar komst ţú inn,
settist ţar ađ,
ég hjarta mitt ţér gaf.
Ég hafđi leitađ ţín í hundrađ ţúsund ár......"

Anybody???


mbl.is Harry Potter vinsćlastur í kvikmyndahúsum vestanhafs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guđmundsson

Skemmtileg upptalning, svolítiđ í anda stelpu sem ég rakst á um daginn á youtube...

Kannast viđ ţennan texta...hver var ţađ aftur sem söng ţetta...?

Lárus Gabríel Guđmundsson, 16.7.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Sćvar Einarsson

Ţetta er hljómsveitinn Sú Ellen og lagiđ heitir Elísa

Sćvar Einarsson, 16.7.2007 kl. 01:00

3 Smámynd: Sćvar Einarsson

p.s. ég man ţetta allt líka, sem er svoldiđ skerí ţar sem ég er bara 25 ára, tja sko í anda, mađur er jafn gamall og manni finnst

Sćvar Einarsson, 16.7.2007 kl. 01:05

4 Smámynd: Fríđa Rakel Kaaber

Takk kćrlega fyrir ţetta! Elísa var ţađ já.

Annars er ég einmitt 26 og jafnvel yngri í anda.

Fríđa Rakel Kaaber, 17.7.2007 kl. 00:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband