16.7.2007 | 00:20
Andvaka?
Kannski. Hef alltaf átt erfitt með svefn. Það er ekkert nýtt. Byrjaði þegar ég var um sex ára gömul og hefur hrjáð mig síðan. Fyrir um fjórum árum svaf ég ekki neitt í tvær vikur. Ekki lúr. Þá fór ég til læknis. Hann lét mig fá svefnpillur sem ég tók það sama kvöld. Svaf eins og steinn. Þurfti svo að nota töflurnar góðu í tæpa viku til að ná upp góðu svefnmunstri, að minnsta kosti eins eðlilegu og mér er mögulegt að ná. Eftir það var vitneskjan um þær í baðskápnum nóg. Ég væri að ýkja ef ég segðist hafa sofnað eðlilega á hverju kvöldi. En ég sofnaði allavega.
Pillurnar runnu út síðasta sumar.
Ég er rosalega þreytt.
Athugasemdir
Fáðu þér gullfiskabúr í herbergið, það á víst að virka vel Gullfiskar góðir fyrir svefninn
Sævar Einarsson, 16.7.2007 kl. 00:53
Tek það til skoðunnar. Kettirnir yrðu allavega sáttir.
Fríða Rakel Kaaber, 16.7.2007 kl. 00:55
haha já MJÖG !
Sævar Einarsson, 16.7.2007 kl. 01:01
mig langar rosalega að koma með einhverja ótrúlega sniðuga lausn fyrir þig Fríða mín... en þar sem að ég hef aldrei verið þekkt fyrir að þurfa að sofa, var hætt að lítast á málið þegar Helgi (fyrrverandi skólameistarinn minn) var farin á spyrja að morgni skóladags "jæja Kristín hvað svafstu mikið í nótt, náðiru tveimur tímum"... en það er samt ótrúlegt hvað einn Friendsþáttur getur gert og ekkert kaffi fyrir svefninn.. ég er enn að reyna að læra það...... Skál í kaffi.. Og já hugsun um að maður þurfi að fara í gegnum bókhaldið sitt..... hrjót hrjót
kristín guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:39
Æj ég þekki þetta vandamál einnig. Því miður hef ég enga töfralausn fyrir þig en svefntöflur eru það eina sem hafa náð að virka fyrir mig en sem betur fer hef ég ekki tekið þær lengri, á ekki einu sinni til... vona að ég lendi þá ekki í því.
Ragga (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.