Hvar fæ ég

greiningu á því hvort ég sé með þetta? Ég hef allt mitt líf verið í vandræðum með það sem ég hef alltaf kallað "pirringur í fótunum" sem er í raun þannig að ég með verki og eitthvað sem ég get bara lýst sem pirring í fótunum. Þá get ég ekki með nokkru móti legið/setið hreyfingarlaus því pirringurinn magnast óðfluga upp við kyrrstöðu. Ég hélt að allir væru svona og fólk skildi bara ekki mitt nafn á þessu. Nú get ég sýnt unnusta mínum fram á það að ég er ekki ruglukolla, ég er fársjúk og illa haldin af fótaóeirð. Það er vandamálið.

Var ég ekki einmitt að blogga fyrir skemmstu um svefnleysi mitt?


mbl.is Áfanga náð í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar á fótaóeirð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Loks búið að finna nýjan sjúkdóm til að einblína á og komast í hóp fórnarlamba. Jafnvel tilefni til stofnunnar hagsmunasamtaka og hópterapíu?

Því miður tel ég allt vera froðu, sem frá þessu fyrirtæki kemur og snýst meira um að vinna þolinmæði fjárfesta, hluthafa og lánadrottna.  Engin vitræn afurð eða ávæningur að raunverulegri afurð hefur komið úr þessum ranni frá upphafi.  Getur þú bent mér á eitthvað efti allar þessar tugi og hundruði tilkynninga um uppgötvanir og gegnumbrot?  Það er hlegið að þessum mönnum í hinu jarðbundnara vísindasamfélagi.  Vísindi þeirra eru í grunninn blöff, sem þeir skilja ekki einu sinni sjálfir því miður. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 02:01

2 identicon

Það eru ekki margir læknar hér á landi sem þekkja þetta mjög vel en þó eru einhverjir.  Prófaðu bara að bjallaí Encode og athuga hvort þeir geti bent þér á einhverja. 

Það eru auðvitað alls ekki allir sem hafa einhvern pirring í fótunum með RLS en eftir því sem mér skildist þá voru skólabörn oft ranglega greind ofvirk þegar þau voru í raun bara með RLS.  Það er að mínu viti ekkert hættulegt við þetta, bara pirringur.

Jón Steinar ég get alls ekki verið sammála þér.  Íslensk Erfðargreining er tiltölulega nýtt fyrirtæki á þessu sviði og þó að þeir hafi ekki komið með pillu við kvefi og krabbameini á fyrsta degi þá finnst mér einum of að segja að allt sem þeir gera sé blöff.  Það tekur áratugi að framkvæma allar þær rannsóknir og gera þær tilraunir sem þarf til að koma lyfjum á markað.  Tékkaðu á þeim eftir 10-20 ár, þá held ég að þú verðir á annarri skoðun.

Hulda (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband