Ég sá einmitt

myndina Last King of Scotland um daginn. Mögnuð mynd. Hrottaleg, enda er sannleikurinn þannig í eðli sínu. Grófur, jafnvel viðbjóðslegur á tímum og hættir aldrei að ganga fram af manni hversu sem maður eldist.
Þess má þó til gamans geta að í umræddri mynd leikur hinn ofur kynþokkafulli James McAvoy. Og hvað er betra en menn sem segja aye í stað yes? Skoskur hreimur er hljómur karlmannlegs kynþokka. Þetta er staðreynd.
Ef þú stendur á sama hól og ég er þetta augljóst. Minn sjónarhóll er einmitt á fjórðu hæð á meðan allir "hólarnir" í kring eru aðeins á þremur hæðum. Tel ég það nokkuð gott til ályktanamyndunar.
Engu síður þá er ég ekki ein á þessum hól. Með mér býr nefnilega ektamaður minn. En, hann er samt ekki sammála mér. Merkilegt nokk. Einnig búa tvær lórur hérna. Þeim gæti þó ekki staðið meira á sama um karmannleika og kynþokka. Kæra sig einvörðungu um mat. Það eru örlög þeirra sem gæludýr.
Athyglisvert verður þó að teljast að ég fór að hitta skoskann mann um daginn. Ektamaðurinn var ekki lengi að boða komu sína. Vildi ekki að ég færi ein að hitta hann vitandi skoðun mína á tungunni. Kjáni.

Finn mig knúna til að bæta því við að þetta var fáránlega skemmtilegt kvöld. Einfalt matarboð á þriðjudagskvöldi sem lauk ekki fyrr en eftir allnokkrar hvítvínsflöskur snemma á miðvikudagsmorgni; aðeins þremur tímum fyrir áætlaðan brottfarartíma erlendu gestanna frá Leifsstöð.

(rétt rúmir) 4 sólarhringar í brottför.


mbl.is Sonur Idi Amin dæmdur í fangelsi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband