18.12.2007 | 03:37
ég er alfarið á móti
blindum stuðningi Bandaríkjanna (og annarra) við Ísraelsríki og þætti mér það ekki úr vegi að þjóðir heims styddu Palestínsk sjálfstjórnarsvæði og hjálpuðu fólki þeirra hreinlega að komast af. Ég get ekki með nokkru móti skilið þessa sjálfvöldu blindu stjórnvalda heimsins gagnvart hryllingnum, óréttlætinu og þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað gagnvart Palestínsku þjóðinni. Það er eins og heimurinn sé í svo mikilli geðshræringu eftir djöfulganginn í Nasistum að enginn þori að segja neitt ef Gyðingar, sem þjóð, gera eitthvað af sér. Þótt að einhver þjóð - hvaða þjóð sem er - hafi sætt gríðarlegu ofbeldi, kúgun og pyntingum gefur það henni ekki sjálkrafa rétt til að gera hvað sem er án ávítana. Ég geri mér fullkomna grein fyrir því að ástandið er flókið, en það breytir ekki þeim meginatburðum sem ollið hafa þessum glundroða sem á svæðinu ríkir í dag - og hefur ríkt um allnokkurt skeið.
Ég var hrifin af grein Hjálmtýs Heiðdal í lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag (15.des) og mæli með því að þeir sem áhuga hafa á því að kynna sér hernámssögu Ísraelsríkis lesi þessa grein. Hann fer þarna yfir atburðarásina í vandaðri grein og bendir líka á fínar lesningar um málefnið.
Ég var hrifin af grein Hjálmtýs Heiðdal í lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag (15.des) og mæli með því að þeir sem áhuga hafa á því að kynna sér hernámssögu Ísraelsríkis lesi þessa grein. Hann fer þarna yfir atburðarásina í vandaðri grein og bendir líka á fínar lesningar um málefnið.
Varar við neyðarástandi á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.