meter er ekki íslenska

Meter er útlenska. Metri er íslenska.

Hér er metri
um metra
frá metra
til metra

Því má til gamans geta að lítri er á sama hátt misnotaður í íslensku tali, fólk segir í sífellt meira mæli líter. Sem og kalkúni sem fólk vill endilega kalla kalkún - eins og í kalkúnn með tveimur n-um og engu i-i. Ég hef alveg mínar málfarsvillur, en það eru ákveðnar staðlaðar villur sem fara óskaplega í taugarnar á mér og þessar eru meðal þeirra.


mbl.is Kópavogslækur flæðir yfir bakka sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Hvar stendur meter í fréttinni?

Vendetta, 30.12.2007 kl. 21:54

2 identicon

"Venjulega er lækurinn um einn metri "

Þetta er orðrétt úr fréttinni. Er þetta þá ekki rétt? Ég er ekki alveg að skilja þessa færslu hjá þér

Íris Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 22:54

3 identicon

Ætli mogginn hafi ekki leiðrétt og breytt meter í metra. Á sama veg má einnig benda á að "dollari" er heldur ekki íslenska. Bandaríkjadalur er dalur en ekki dollari sem dæmi. Orðið á meira að segja uppruna sinn í raunverulegan dal í Austurríki ef ég man rétt. Ekki gengur maður um fossvogsdollara?

R.

ritvilla (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Mikið rétt hjá þér Ritvilla, þetta var ekki metri þegar ég skrifaði þessa færslu sem þýðir það að þeir á Mogganum hafa hugsað sinn gang.

Þetta hljómaði einhvern vegin svona fyrst "lækurinn er venjulega um eins meters breiður..."

Fríða Rakel Kaaber, 31.12.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband