DRAMATÍKIN!

Get ekki orða bundist yfir þessari dramatík. Vélin reyndi að lenda í óveðri, þá tekur eðlilega aðeins í vélina. Hún var aldrei nærri því að hrapa. Íslenskir flugmenn eru með þeim færari í heiminum að vinna við þessar aðstæður. Þeir sem ákváðu að fara ekki með flugvélinni til Reykjavíkur hafa sett sig í töluvert meiri hættu en þeir sem flugu. Hversu marga hefur þjóðvegurinn heimtað á ári (eða bara yfir höfuð) borið saman við flugvélaflota landsins?

Jafnið ykkur.


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu góða, varst þú í vélinni?þú skalt ekki tjá þig svona um þetta þar sem þú varst ekki í þessari vél.ég var þar ekki þú.

Farþegi í vélinni (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:44

2 identicon

Sammála, fólk sem útilokar þann möguleika að lenda í slæmu veðri við Íslandsstrendur í desember/janúar á ekki að þvælast á milli bæja. Held að flugstjórarnir hafi verið uppteknir við allt annað en að vera í beinni í intercominu. Þeir hafa sjálfsagt þurft að einbeita sér við störfin. Er ekki betra að þeir séu bara í því í staðin fyrir að standa á "chatti" við farþegana um stöðu og horfur? Maður er að verða dáldið þreyttur á þessu attitudi í farþegum sem eru að koma/fara til Íslands á veturna. Þeir kvarta og kveina um lélegt upplýsingaflæði, þurfa að lenda á varaflugvöllum o.s.frv. held að þetta fólk sé ekki alltaf með á nótunum hvað sé að fara fram. Held að Guðjón Arngrímsson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að margir væru einfaldlega að ná sér í frímiða út á kvabbið.

Joi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Kæri "farþegi í vélinni"

Ég flýg að meðaltali 10 sinnum á ári og þekki þ.a.l. vel hvernig það er að lenda í slæmu flugi/lendingu - þótt ég hafi vissulega ekki verið í einmitt þessari vél.

Sem dæmi má nefna að eitt sinn lenti vél svo harkalega (ekki Icelandair nb) að hluti af klæðningunni í loftinu hrundi á okkur farþegana auk handfarangurs sem fyrir ofan okkur var geymdur. Þá voru flugfreyjurnar á hnjánum að signa sig og fóru með Maríu bænir.

Mundi maður nú ætla að þá væri ástæða til að óttast. Samt sem áður var engin áfallahjálp og ég sá svosem ekki þörf fyrir hana. Mér finnst þetta hálf broslegt reyndar þegar ég hugsa um mig með "no smoking" merkið og lesljósið í fanginu, hel-aum eftir skjalatöskuna sem lenti á höfðinu á mér og með suð í eyrunum eftir öskrin í fólkinu.

En nú spyr ég þar sem ég var ekki í umræddri vél Icelandair: Var einhver ástæða að ætla það að vélin væri að hrapa? Var ekki bara geðshræringin sem byrjar á einum flughræddum farþega að smitast yfir hópinn?

Þetta hljómar samkvæmt öllum fréttum nákvæmlega eins og að reynt hafi verið að lenda í óveðri (sem ég veit vel að þýðir mikill hristingur og hröð og mjög óþægileg ferð þegar vélin er rifin upp aftur, manni verður hálf bumbult af þrýstingnum), þá er greinilegt að það hefur ekki tekist þrátt fyrir tvær tilraunir og stefnt var á varaflugvöllinn.

Ef það var einhver raunveruleg ástæða til að óttast það að flugvélin væri að hrapa þá endilega láttu ljós þitt skína og deildu því með okkur vantrúuðu.

P.S. Auðvitað bregður manni við óþægilega lendingu, en ég get ekki séð neina ástæðu til að ætla það að þaulvanir flugmenn geri tilraun til lendingar (og það tvisvar) ef það er einhver möguleiki á því að hún hrapi við það.

P.P.S. Sýndu nú kjark og komdu fram undir nafni næst.

Fríða Rakel Kaaber, 4.1.2008 kl. 22:08

4 identicon

Jæja, nú er RÚV búið að svara því sem Mogginn lét hjá líða að greina frá;

Samkvæmt Hilmari Baldurssyni flugrekstrarstjóra Icelandair var engin hætta á ferðum.  -fréttir kl 18 á RUV.
*Engin hætta var á ferðum.
*Flugmenn fara eftir ákveðnum öryggisreglum við lendingum þar sem ákveðnar breytur í aðfluginu og brautarskilyrði verða að vera innan tiltekinna marka.
*Að lokum metur flugstjórinn hvort óhætt sé að lenda.

Arfaslök æsifréttamennska hjá MBL, allt gert til þess að fá fólk inná síðuna.  Það sama á um Vísir.is og Kastljósið í kvöld hjá Þóru.

Og bloggheimurinn; BLA BLA BLA BLA** (**Skaupið 2007)

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:50

5 identicon

ok. þessi orð komu frá Icelandair, að engin hætta hefði verið á ferðum. Maður gæti kannski dregið þau í efa. Hins vegar hafa aðilar eins og þeir sem sjá um flugöryggismál hjá hinu opinbera líka stigið fram og sagt að engin ástæða sé til frekari rannsóknar, sem sagt, allt ok.

RUV setti þetta sem fyrstu eða aðra frétt hjá sér í fréttunum. Kastljósið gerði mikið úr þessu og tók viðtal við fullt af krökkum sem vissu ekki í þennan heiminn eða hinn.

Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar taki við sér og kynni sér þessi mál? Þetta er ekki eina skiptið sem svona fréttaflutningur viðgengst hjá fjölmiðlum. Milli jóla og nýárs var tekið viðtal við stúlku og hún sagðist "því miður hafa keypt sér far hjá Iceland Express". Veðrið var þannig að vélarnar komust ekki í loftið, það var ástæða seinkunar. Hefði veðrið eitthvað skánað ef þessi stúlka hefði keypt miða með öðru flugfélagi? Held ekki, Icelandair vélarnar sátu líka fastar.

Upplýsingagjöf og/eða skortur á henni er verið að kvarta yfir sí og æ. Þetta er einfaldlega staðall sem mér sýnist vera farið eftir, og skiptir engu máli hvar í heiminum menn eru. Yfirleitt geta flugfélög ekki gefið út tímasetningar á brottför fyrr en allt er klárt. Oft þarf að leita að vélum með litlum fyrirvara til að leysa bilaða vél af hólmi. Veðrið getur verið með þeim hætt að veðurstofan getur ekki sagt til um hvernig veðrið verður næsta klukkutímann. Það er erfitt fyrir flugfélögin að gefa út tímasetningar og þess vegna gera þau það ekki.

Vissulega slæmt að lenda í svona lífsreynslu eins og fólkið sem þurfti að lenda á Egilsstöðum lenti í. Hins vegar er óþarfi að fara með þetta mál í fjölmiðlum eins og "allt væri að farast". Fólk sem kýs að fljúga um hávetur til og frá Íslandi verður að gera sér það að góðu að svona lagað getur gerst, og það gerist líka á hverjum einasta vetri. Koma svo fjölmiðlar, bæta sig í þessu!

Joi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Heyr heyr Jói ;o)

Fríða Rakel Kaaber, 6.1.2008 kl. 02:36

7 identicon

þú spyrð "Var einhver ástæða að ætla það að vélin væri að hrapa?"

Já, vegna þess að hún hrapaði niður. Ekki einhver örlítil ókyrð, heldur hrapaði hún langt niður.

Farþegi í vélinni (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Hrapaði hún? Ja hérna, ég hélt að hún hefði lent og allir væru á lífi. Minn miskilningur greinilega.

Fríða Rakel Kaaber, 7.1.2008 kl. 03:48

9 Smámynd: Alex Lee Rosado

já rakel eg var líka í flugvélini sko það er það sem fjölmiðlar gleimdu að segja eg sjálfur var kannski smá spurningarmerki þegar hætt var við í 2 skipti en þegar hún datt niður það kom aldrey í neina frétt þessvegna hélt fólk það væri að deigja

Alex Lee Rosado, 7.1.2008 kl. 03:59

10 identicon

Þótt að við lentum og allir á lífi þá hrapaði hún samt niður fyrir því. Hún lenti í lofttæmi og af þeim orsökum hrapaði hún niður. Þótt við hröpuðum ekki niður á jörðina,þá hröpuðum við niðrá við fyrir því. 

Farþegi í vélinni (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:54

11 identicon

Vélin hefur líklega fallið nokkur fet en ekki hrapað, hér finnst mér orðum ofaukið. Lofttæmi er hinn eðlilegasti hlutur og ekki fréttnæmt. Æsifréttamennskan í kjölfarið af þessu atviki var íslenskum fréttamiðlum til skammar.

Styrmir Hansson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:22

12 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Þegar sagt er að flugvél hrapi er átt við að flugmenn missi stjórn á flugvélinni og hún sé á leið til jarðar stjórnlaus. Það er ekki tilfellið þegar vél lendir í lofttæmi. Þetta er nokkuð sem flugmenn lenda í oft og tíðum og hafa því fullkomna stjórn á vélinni allan tíman. Ég er alveg sammála því að það er mjög óþægilegt að lenda í lofttæmi, hef lent í því sjálf, en ég sé ekki nokkra ástæðu til að gera svona mikið mál úr því í fréttum. Eða eins og segir í athugasemdinni hér að ofan: "Lofttæmi er hinn eðlilegasti hlutur og ekki fréttnæmt"

Það gerðist nefnilega ekkert óeðlilegt eða eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi. Með þessu hafa fréttamenn hins vegar aukið á tilfinningu þessara farþega um að það hafi einhverntíman verið hætta á ferð og eru því ekki bara með aulafréttamennsku heldur líka að hræra í tilfinningum fólks. Það var klárlega aldrei nein hætta á ferð, það er alveg vitað, en fólk varð hrætt samt sem áður. Eftir stendur að A: fréttirnar voru gagnslausar sem fréttir þar sem ekkert merkilegt gerðist B: ýtt var að ástæðulausu undir óttatilfinningu farþeganna.

Fríða Rakel Kaaber, 7.1.2008 kl. 15:06

13 identicon

"Það gerðist nefnilega ekkert óeðlilegt eða eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi"

þannig að svona gerist á hverjum degi og er mjög eðlilegt? núúúú...ég ætti kannski að fara að fylgjast betur með því sem gerist hér á hverjum degi

Farþegi í vélinni (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:47

14 identicon

Það er reyndar rétt hjá henni, þetta er að gerast út um allt alla daga. Það hefur hins vegar sjaldan ef nokkru sinni verið gerður fréttamatur úr því áður.

Flugmaður (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband