6.1.2008 | 02:43
Hún lenti að minnsta kosti ekki á Egilsstöðum
þessir farþegar hljóta því að vera betur settir en sumir.
Flugvélar enn leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú átt alveg verlulega bágt. Þessi flugvél fórst sennilega en þú þart að gera grín af því og segja að þeir hafi það betur en þeir sem lentu á Egilstöðum.
Hin Hliðin, 6.1.2008 kl. 06:46
Hin hliðin, má ég benda þér á kaldhæðnina í þessari blogfærslu hennar Fríðu Kaaber. Fáranlegt að ég þurfi að skjóta því hér að.
styrmir Hansson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 13:05
má ég benda þér á kaldhæðnina í þessari blogfærslu hennar Fríðu Kaaber. Fáranlegt að ég þurfi að skjóta því hér að.
Hin Hliðin, 6.1.2008 kl. 15:38
Það þarf greinilega að útskýra þetta fyrir Hinni Hliðinni, sem er frekar sorglegt út af fyrir sig.
Ég er sumsé með ádeilu á það hversu fáránlegt það er að gera svona mikið veður út af varaflugvallalendingu þar sem engin hætta var nokkru sinni á ferð og svo er einhver pínulítil klausa um vél sem raunverulega ferst og er alvöru harmleikur.
Fríða Rakel Kaaber, 7.1.2008 kl. 03:47
Mér datt einfaldlega ekki til hugar að það ætti að vera einhver ádeila á fréttaflutningana í þessu hjá þér enda skildi ég það ekki þannig. Ég er enn frekar pirraður eftir þessa ógurlegu fréttaflutninga sem komu í kjölfar Egilstaðalendingarinnar og hélt í alvörunni að þú værir að meina það sem þú sagðir enda var bloggheimurinn að farast úr vorkunsemi vegna þessara blessuðu farþega þar.
Hin Hliðin, 7.1.2008 kl. 08:11
Það er ágætt að þetta er þá komið á hreint. þessi færsla hjá mér kom í beinu framhaldi af færslu um skoðun mína á umfjöllun um varalendinguna "ógurlegu", það kannski kemur sumsé fram þar hvað mér fannst það kjánalegt og ýkt allt saman.
Fríða Rakel Kaaber, 7.1.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.