6.1.2008 | 03:06
Breskar veðurfréttir?
Ég sé það í anda að breskir fjölmiðlar myndu birta frétt ef að veðurstofa Íslands varaði við vindhviðum á Hvannadalshnjúk.
Það er svo endalaust mikið að gerast í heiminumá degi hverjum en samt er dælt inn á mbl svo miklu af ruslfréttum að það sem er raunverulega merkilegt hverfur bara í draslfrétta-hafið. Ég verð að velta því fyrir mér hvort fréttamenn mbl séu kannski ekki menntaðir á sínu sviði eða hvað það er eiginlega sem veldur. Síðan er í raun orðin meira eins og afþreyingar-miðill miklu frekar en fréttamiðill. Ef ég vil lesa fréttir fer ég á síðu CNN, fyrir íþróttir skoða ég SkySport o.s.frv. Þetta finnst mér vera synd. Það á að vera hægt að nálgast almennilegar fréttir á móðurmáli sínu. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Snjóflóðahætta á Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er sammála þessu,og einnig mættu fréttir af innlendum málum vera betri og markvissari en nú er. það er helst ekki talin frétt hér heima, nema það sé eitthvað neikvætt sem er að ske. Og alltof mikið um að fréttir séu svo illa unnar, að þegar maður er búinn að lesa fréttina, stendur maður eftir með eintóm spurningarmerki. Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 6.1.2008 kl. 05:59
Fréttaflutningur er mjög mismunandi í heiminum og ekki allir sem endilega fylgjast með BBC, SKY eða CNN. Eitt sem ég hef tekið eftir á búferlaflakki um heiminn að fréttatímar virðast lengri í smáum samfélögum en stærri. Það er eins og það þurfi lengri fréttatíma til að segja frá tíðindum smærri samfélaga. Svo koma þessir aukaþættir eins og kastljós til að lengja þetta enn frekar. Það skildi þó aldrei vera vandamál íslenskra fréttamanna að fylla uppí allan þennan tíma? Á endanum er ekkert meira í fréttum á degi hverjum en það sem gerist og þegar lítið gerist þá þarf að fylla þetta með froðusnakki af einhverri tegund sem er lítið annað en tilraun til að gera heila þjóð þunglyna úr leiðindum. Eða telst þetta í kvótann fyrir framleitt innlennt sjónvarpsefni?
Ritvilla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.