Aðstoðarmaður Giulianis segir af sér vegna "hneykslis"

Þegar að fréttir eins og þessi (sjá að neðan) eru sópaðar undir mottuna án þess að nokkur segi neitt þá verð ég hreinlega reið! Mér er alveg sama hvaða (minnihluta)hópur það er sem verður fyrir barðinu á svona heimsku og illsku, það á ekki nokkur manneskja að láta þetta viðgangast, hvorki innan þess hóps né utan.

Deady sem er aðstoðar stjórnarformaður félags eftirlauna hermanna í New Hampshire, sem vinnur á vegum Giulianis, lét hafa þessi orð eftir sér, og það stoltur:

“I don’t subscribe to the principle that there are good Muslims and bad Muslims,they’re all Muslims.”

Þá sagði hann að hrekja ætti alla Múslima úr Bandaríkjunum og "aftur" í hellana. Flestir Múslimar í BNA eru fæddir og uppaldir þar og aðrir hafa samt fæstir nokkurn tíman búið í helli. Það þarf ekki mikinn vilja til að túlka orð hans sem hann vilji jafnvel drepa þetta fólk:

“We need to keep the feet to the fire and keep pressing these people until we defeat or chase them back to their caves or, in other words, get rid of them.”

Þetta fór svo leynt að varla heyrðist af þessu. Enginn mótmælti þessum ósköpnuði. Af hverju? Af því að vestrænir fjölmiðlar eru búnir að ala svo á ranglátum ótta í garð Múslima að öllum er sama, eða það sem verra er - eru sammála!

Prófum nú að setja annað orð þarna inn. Annan hóp fólks sem á það til að vera allt sett undir sama hattinn fyrir þær sakir að eiga eitthvað eitt sameiginlegt. T.d. svart fólk, það hefur nú aldeilis fengið útreiðina áður. Þá hljómar þessi setning hans Deady svona:

 

I don’t subscribe to the principle that there are good black people and bad black people,They’re all black people.

 

Eða kannski Gyðingar.

 

I don’t subscribe to the principle that there are good Jews and bad Jews,They’re all Jews.

 

Ég leyfi mér að efast um að þessi orð hefðu verið látin kyrr liggja. Hvorki hefðu BNA menn nér aðrar þjóðir þagað.

Af hverju kynnir fólk sér ekki hlutina áður en það fordæmir þá. Hversu margir hatursmenn í garð Múslima hafa í raun og veru tekið upp Kóraninn og lesið hann? Þá meina ég ekki að finna eitt og eitt vers á netinu sem tekið hefur verið úr samhengi og málað með því skrattann á vegginn, heldur raunverulega kynnt sér trúna og dæma svo hverjir hinu eiginlegu Múslimar eru?

Hversu margir þarna úti vita t.d. að Kóraninn fordæmir sjálfsmorð og segir þau aldrei réttlætanleg. Hvernig geta þá sjálfsmorðssprengju árásarmenn mögulega verið talsmenn fyrir Múslima? Samt er það myndin sem máluð er af fjölmiðlum um allan hinn vestræmna heim. Íslamskir öfgamenn. En þeir eru ekki Íslamskir, það er málið. Þegar að Múslimi fremur stóra synd eins og t.d. morð þá er hann sjálfkrafa búinn að afneita trúnni. Þessir geðsjúklingar geta því haldið því fram eins og þeir vilja að þeir séu Múslimar, en ég get líka sagt að ég sé Strumpur, og jafnvel trúað því af einlagni, en það gerir mig ekki að Strump.

Jæja, ég er farin að rausa, ég er of reið. Ég þoli bara ekki hlutlægar og hrikalega óupplýstar fréttir samtímans sem eiga svo stóran þátt í ástndinu sem ríkir í heiminum í dag.Hér að neðan er allavega linkur á þetta Deady mál. Hvet ykkur líka til að glugga aðeins í athugasemdirnar sem er þar að finna. Ótrúlegt hvað fólk er gegnsýrt af ógrundvölluðu hatri. Minnir skuggalega á Nasisma. Vona að það séu bara redneck Repúblikanar sem (van)hugsa svona, tel reyndar miklar líkur á því. Held að framtíðin sé bjartari í höndum Demókrata - sem verða hreinlega að vinna kosningarnar (áfram OBAMA!).

 

http://youdecide08.foxnews.com/2007/12/29/rudy-giuliani-faces-questions-over-nh-co-chairmans-muslim-comments/


mbl.is Kerry styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir kannski að hugsa þetta mál frá öðru sjónarhóli en þessu. Hugsaðu þér fólk sem hefur misst ástvini til sjálfsmorðsárása eða öðru slíku eða þá sem hafa virkilega séð heiftina sem ríkir þar sem BNA hefur ráðist inn. Þú gætir líka byrjað að horfa á heiminn í dag og spurt sjálfa þig afhverju við lifum í þessum friði en ekki múslima heimurinn.

 Ég er alls ekki með nein svör við þessum spurningum en ég er þó viss um að eitthvað af þessu er öfgatrúuðum grasösnum BNA að þakka þó ég sé ekki stoltur af þeirri hugmynd.

 Mitt mat er að öll öfgatrú er slæm og að allt sem skilur manninn að er rangt  því raun erum við öll mjög lík við fæðumst öll eins nema að við höfum annað útlit sem setur á okkur ákveðinn stimpil sem aðrir dæma okkur eftir. Ekki segja mér að þú dæmir fólk ekki eftir útliti þú sjálf getur ekki verið það ólík okkur hinum.

Ég veit vel að ég sjálfur kem öðruvísi fram við fólk af öðrum litarhætti þó að ég hafi töluvert breytt mínum hugsunarhætti eftir að systir mín giftist svörtum manni og ég sá að þeir eru ekkert öðruvísi, ekki miskilja mig ég var aldrei rasisti ég bara hélt að svart fólk væri hmm hvað á ég að segja ég kom fram við að meir varkárni þar sem ég helt að þeir sæju rasista í hvaða skúmaskoti sem er.

En sambandi við múslima er sem ég hata svo mikið er að við þurfum að taka sérstakt tillit til trúar þeirra en þeir geta ekki tekið sama tillit til okkar trúar eða trúleysi. Eins og þú veist kannski að í sumum múslima ríkjum að þá verðuru að skrá trú þína á persónuskilríki þitt til að mega vera þar.

Þetta eru allt mínar skoðanir og hafa þær mótast af því sem ég sé heyri frá minni fjöskyldur starfs og öðru fólki sem ég gæti alls ekki talið upp. þannig að ef þið ætlið að skíta yfir þær gerið það þá með rökstuðning og sleppið því að kalla þær rangar því eins og þið vitið að þá að heita eitthvað sem kallast skoðana frelsi hér á þessu góða landi sem við búum á. 

Gummi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þig nógu vel Gummi. En hvað sem því líður þá er ég að mótmæla því að allir sem trúa á orð Kóransins séu settir undir sama hatt og einhverjir öfgamenn í ákveðnum heimshluta. Kóraninn boðar frið og umburðarlindi og því eru þeir sem ekki sína það augljóslega ekki að fylgja boðum þessarar trúar. Þar af leiðandi er ekki hægt að setja þær u.þ.b. 10.milljónir Múslima í Evrópu og 5 milljónir í BNA sjálfkrafa sem sömu skoðunnar og einhver klikkhaus sem ákveður að drepa fullt af fólki. Ekkert frekar en það er hægt að setja mig á fjöldamorðingjalista þar sem ég er vestrænn háksólanemi og fjöldamorð framin af vestrænum háskólanemum eru að verða ansi tíð.

Skoðanafrelsi er vissulega einn sá besti hlutur sem flest nútímasamfélög hafa upp á að bjóða, en hver og einn einstaklingur ber líka ábyrgð á því að þekkja til málefnanna sem hann hefur skoðanir á (svo ekki sé nú minnst á svo sterkar skoðanir sem hatur) og ekki að láta fjölmiðla ljúga sig fulla af áróðri né treysta á orð annara. Hver og einn verður að kynna sér málið til fulls sjálfur.

Einnig vil ég benda á að í athugasemd þinni er önnur alhæfing á ferð því ekki eru öll Islmömsk ríki í ringulreið. Bendi ég þá á t.d. UAE sem er eitt magnaðasta land sem ég hef komið til á öllum mínum ferðalögum. Þar er raunar mun meira einstaklingsfrelsi en ég hef kynnst í nokkru vestrænu landi.

Takk fyrir innleggið. Alltaf gaman að fá smá umræðu í gang.

Fríða Rakel Kaaber, 10.1.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband