21.1.2008 | 11:28
Ísraelsmenn svo aldeilis hissa!
Eins og þeir viti ekki fullvel hvað þeir eru að gera þessu fólki. Láta fólk að deyja Drottni sínum á rafmagnslausum spítölum og eru svo voðalega hissa á þessu öllu saman. Gera samt ekkert. Auðvitað ekki, enda mundi þetta ekki vera kúgun og harðstjórn ef þeir píndu ekki fólkið. Og við hinar vestrænu þjóðir höldum áfram að sitja hjá og aðhafast ekki neitt. Förum svo í mannréttindadómstóla með leigumál og annað sem varla hefur nokkuð með mannslíf að gera og segjumst vera barráttufólk frelsis og jafnræðis.
Ísraelar misreiknuðu áhrifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er vel séð hjá þér, hvernig ættu þeir öðruvísi að standa undir nafni þessir öðlingar og heiðursmenn? Svo er fólk að kvarta, þetta er svo sannarlega skrýtinn heimur!
Jonni, 21.1.2008 kl. 11:48
þú talar um nokkur mannslíf sem hafa farið fyrir mannréttindadómstóla. Palestína eru nokkur mannslíf á miðað við Rúanda og Súdan. Í Rúanda voru drepið yfir 800.000 manns á 3 mánuðum og það er búið að drepa yfir 200.000 í Súdan. Já við vestrænu þjóðir erum baráttufólk fyrir jafnræði og frelsi. Það er einfaldlega ekkert jafnræði í palestínu og ekkert trúfrelsi. Þar er mikið af fólki sem vill útrýma Ísrael og Bandaríkjunum. Það hefur mörgum sinnum verið reynt að koma á friði en Palestínumenn skjóta alltaf eldflaugum yfir og þá skjóta Ísraelsmenn til baka. Þetta hatur Palestínumanna verður að hætta svo það komist á friður.
Vestræni heimurinn er fremstur í jafnræði og frelsi af öllum öðrum í heiminum, við sendum matarpakka, pening og stuðnig til annarra landa en það eru fullt af öðrum löndum sem hjálpa ekkert. Lestu síðan alla fréttina, þetta er bara áróður fyrir hatrinu hjá Palestínumönnum, Þessi orkustöð sér þeim fyrir litlu rafmagni, en þeir slökkva á öllu til að byggja upp meira hatur gagnvart Ísraelum. Það er mun mikilvægara að fara til Súdan þar sem fer þjóðarmorð af höndum araba gagnvart svertingjunum. Horfðu á mynd sem heitir Devil on a horseback og sjáum hvað þú segir þá.
Sigurður Árnason, 21.1.2008 kl. 15:17
Ég skil ekki alveg athugasemdina þína. Þú segir mér að lesa alla fréttina en vitnar svo sjálfur rangt í mig. Held líka að þú ættir að skoða sögu svæðisins aðeins betur, sem og aðkomu BNA að málinu.
Fríða Rakel Kaaber, 22.1.2008 kl. 13:30
Ég er ekki frá því að ég hef skoðað söguna mjög vel og ég er ekki að styðja fólk sem lifir á því að hata. ég mæli með að þú kynnir þér söguna betur, Því þú kæmir ekki með svona einhæf blogg, sem sýna annan aðilann sem einhvern illan andstæðing. Svo ferðu að kenna vestræna heiminum um eitthvað og við erum búinn að senda þeim nóg af pening og það er búið að reyna að koma á friði oft, En hatrið hjá palestínumönnum virðist aldrei að hætta. Ef þú ert búinn að kynna þér svona vel söguna, Segðu mér þá hvaða lönd tilheyra fyrrum Palestínu?
Sigurður Árnason, 22.1.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.