Stutt yfirgrip yfir síðustu daga...

Asalamu alaikum allir saman!
Fyrstu dagarnir hérna í Abu Dhabi hafa verið svolítið einkennilegir. Fyrstu dagarnir eru erfiðasti því maður þekkir engann og það er hrikalega einmanalegt að vera einn og hafa ekkert annað að hugsa um en fólkið sitt heima. Hins vegar komumst við að því á fyrsta skóladeginum (þegar við hittumst loksins) að við vorum allar, hver í sínu herbergi skælandi út allan laugardaginn tíhíhí.

Hins vegar hef ég ekki yfir neinu að kvarta utan þess. Stelpurnar sem eru með mér í hóp eru mjög yndælar og það er frábært hvað það eru mörg þjóðerni innan þessa litla hóps. Námskeiðin fara þægilega af stað, en við höfum verið varaðar við að verða ekki værukærar því álagið verður víst gríðarlegt strax í næstu viku.

Í dag var læknisskoðunarferli og búningamátun. Þetta var frekar langur dagur því við vorum sóttar um 7.30 og vorum búnar 15.30, en það var ekki ein pása svo garnirnar voru aldeilis farnar að gaula í lok dags.

Þá fórum ég, Kanika frá Indlandi, Jessica frá Frakklandi, Monika frá Ungverjalandi og Katrina frá Nýja Sjálandi saman í mollið áðan til að komast í súpermarkað að kaupa nauðsynjar. Auk matarbyrgða og hreinlætisvara teljast hárnet og hárkleinuhringir til nauðsynjavara þar sem að það er ‘grooming day’ á morgun og við viljum auðvitað fá toppeinkunn. His vegar týndum við Moniku, sem var mjög leiðinlegt, en hún er ótrúlega sjálfstæð svo við vorum ekki eins áhyggjufullar eins og ef einhver önnur af okkur hefði týnst.

Núna var ég að koma heim og er að gæða mér á pönnukökum og ávaxtasafa – fyrir þá sem ekki vita að þá hefur maður ekki smakkað ávaxtasafa fyrr en maður hefur bragðað ávaxtasafana hér! NAMMI NAMM!!!!!! Ekkert ferskara.

Annars fer ég nú að halda í bólið, pick up á morgun klukkan 6.30 og ég þarf að vera stífmáluð og með upptekið hár = þarf að vakna um 5.00 ;o)

Knús frá Abu Dhabi
xxxxxxxxxxxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þú sért heil á húfi.

Á örugglega eftir að viðhalda uppteknum hætti og vera dugleg að skrifa í gestabókina svo vertu viðbúin ;-)

Gangi þér vel í grooming..þú ert alltaf sætust!

Frábært að fá fréttir af þér.

Knús og kossar og gangi þér vel.

Guðrún og rest

Guðrún (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:28

2 identicon

Gott að heyra að sért komin og allt hafi gengið vel, ég hugsaði svo mikið til þín á föstudaginn.  Vertu dugleg að skrifa, við eigum eftir að vakta síðuna þína næstu mánuðina ;-) 

Gangi þér vel á námskeiðinu!

Rebekka og Guðjón

Rebekka systir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Julie

Walaikum Salam sis!!

Gaman að fá að vita hvernig upplifunin er þarna úti og alhamdulillah ertu dugleg að skrifa, ég þarf að gera það líka..hhmm. Ég held mig mikið inni á daginn, horfi á björtu sólina innan dyra og bíð oftast þangað til 7 um kvöld þegar hitinn er bærilegur til að fara út, annars myndi ég bráðna. Og já ávextir eru allt annað.. nammi namm.

Kær kveðja frá Cairo city

Maa'salama

Julie, 12.6.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband