14.6.2008 | 14:21
update #2
Ég skrifaði eftirfarandi færslu á föstudaginn, en átti ekki nettíma til að senda hana inn:
Þá er fyrsta vikan í þjálfun búin. Í raun var mest megnis verið að ganga frá formsatriðum varðandi skjöl, landvistarleyfi, atvinnuleyfi, samþykkt frá flugmálastofnun, kynna okkur fyrir menningunni, öryggistariði, neyðarnúmer hættur til að forðast o.s.frv.
Núna er hins vegar komin HELGI!! Vei vei vei! Já, mikið rétt hér er vinnu vikan sunöfim og helgin fös-lau. Reyndar þurfum við að fara snemma á laugardagsmorguninn að fá peningastyrk beint í hönd, svo ég fyrirgef að þessi fyrsta helgi sé aðeins einn dagur ;o)
Í dag var mjög svalt og þæglegt veður, ekki nema ca 35 stig og léttskýjað. Annars er búið að vera mikið sandfjúk síðustu daga sem lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að vera hrikaleg mengun því maður sér hvorki himininn né sérlega langt út götuna (það er hins vegar alls ekki mikil loftmengun hér). Þá er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að hafa alla glugga lokaða, bæði af því að annars endarðu með eyðimörkina inní í stofu hjá þér, heldur einnig vegna þess að úti er venjulega 40+ gráður og um 95% raki, en inni er loftkæling og þurrt, og það sem gerist er að það verður allt á floti rafmagnstæki, húsgögn, föt og allt saman verður fyrir rakaskemmdum.
Þetta er allt svo ólíkt því sem maður á að venjast heima. En það er samt svo gaman að kynnast svona litlum hlutum sem eru svo mikill hluti af daglegu lífi fólks í öðrum heimshlutum.
Annars erum við farnar að leggja grunn að útskriftarskemmtiatriðinu okkar. Hvert batch þarf að gera frumsamið skemmtiatriði fyrir yfirmennina þegar þau fá vængina sína. Við erum með fullt af kjánalegum hugmyndum, en það er nú einmitt hugmyndin, bara að hafa þetta kjánalegt og skemmtilegt og njóta þess að vera ekki yfir það hafinn að skemmta sér eins og barn :o)
Í kvöld ætlum við allar í hópnum mínum að hittast og hafa batch-274 social sem þýðir í raun það að við ætlum að hittast heima hjá mér, byrja að æfa atriðið okkar og fara svo allar saman á veitinga-/kaffihúsarölt í einu veitingahverfanna. Það er í raun mjög margt þannig upp sett í borginni, eins og litlar nútíma souq-ur, sem er mjög þægilegt. Ef maður ætlar að kaupa rafmagnstæki fer maður í rafmagnstækjahverfið, ef manni vantar farsíma fer maður í gemsahverfið o.s.frv. En svo eru auðvitað alltaf líka mollin, en eins og margir kannski vita eru þau engu lík hér í furstadæmunum.
Annars er ég að hugsa um að fara að huga að því að gera mig frambærilega í útliti svo ég geti látið sjá mig með öllum fögru dömunum ;o)
Athugasemdir
Jei, nýjar fréttir!!
takk fyrir og líka gaman að sjá myndirnar á fésbókinni.
Sýnist þú alveg vera að spjara þig sæta mín.
Héðan er allt gott, öll litlan fjölskyldan í F2 með einhverja leiðinda horpest..snítubréf um öll borð og það er júní..ekki gott! en það líður hjá..þolinmæði, þolinmæði.
Lofa að vera dugleg á myndavélinni.
knús, knús
gfh
Guðrún (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:54
Vá 40 stiga hiti og 95% raki...eitthvað annað en hérna :-) Eins og þú segir, gaman að læra nýjar venjur sem eru ólíkar okkar.
Gangi ykkur vel að æfa atriðið ykkar, þið verðið örugglega flottastar!
Rebekka systir
Rebekka (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.