17.6.2008 | 13:14
17di júní!
Hæ hó jibbí jei og allt það! Engar blöðrur eða candy floss fyrir mig, ég hélt upp á lýðveldisafmælið með því að taka skyndipróf um decompression og staðsetningar PO og MRT í Airbus 330-200. Þá lærði ég um eldvarnarbúnað í fyrrnefndri vél, aðferðir og skipulag.
Kvöldið fer svo í að læra meira um eld- og reykvarnir því á morgun byrjum við daginn á því að taka próf í því og förum svo að æfa allt heila klabbið í real-fire chamber sem er í raun klefi innréttaður eins og flugvél, en inni i honum verða kveiktir eldar svo við getum æft okkur að slökkva elda við sem raunverulegastar aðstæður. Í fyrtsa lagi verður kveiktur eldur út frá rafbúnaði í sætum, svo verður kveikt í sæti, þá verður kveikt í út frá eldunarbúnaði í eldhúsi, þá lítill eldur í t.d. rusli inni á WC, og að lokum stór eldur á WC. Það eina sem verður ekki svo mikið af er reykur, þar sem klefinn er útbúinn loftræstingu sem sæmir hlutverki hans. Sem betur fer!
Ég ætla svo að reyna að komast í hraðara net svo ég geti reddað mér firefox og þá get ég sett inn myndir fyrir ykkur að skoða. Það verður vonandi fljótlega.
hmmm látum okkur sjá, hvað meira vil ég segja ykkur núna. Það verður kannski ekki mikið meira í raun þar sem ég er að verða búin með nettímann minn.
Annars segi ég bara Masalama allir saman :o)
Athugasemdir
Gleðilegan þjóðhátíðardag sæta mín!
Hér voru heldur engar blöðrur þar sem Katla er ennþá of ung til að fatta það..en vildi hinsvegar koma við allar blöðrurnar niðrí bæ :-)
Þú ert svo dugleg að koma með update, og ennþá skemmtilegra að sjá myndirnar á facebook. Gaman að geta sett sig í allar þínar aðstöður þar sem ég gekk í gegnum svona massíva þjálfun fyrir x árum síðan.
Gangi þér vel í eldinum, muna að það er gott að nota exi til að gera gat á lavatory hurð, ofanlega og tæma svo til að byrja með úr heilu slökkvitæki þar inn. Svo er jafnvel óhætt að opna hurðina ofurlítið ....segi svona!
knús, knús
gfh
Guðrún (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:11
Hey, við megum ekk nota öxina nema að það sé eldur aftan við innréttinagarnar/inni í veggjunum, ég hefði alveg verið til í að vera að ráðast með öxina á hurðina því ég lenti einmitt í klósetteldi og ofneldi :o) Svo fékk ég líka vera brjálaður farþegi sem panicar gjörsamlega þegar hann sér eld hahaha
Knús og kossar
Fríða Rakel Kaaber, 18.6.2008 kl. 17:33
hahaha..gaman, gaman að vera í flugfreyjuþjálfun! kemur svo sannarlega inná allar helstu tjáningar og tilfinningar manns..frábærlega fjölbreytt starf ;-)
svo færð þú að nýta leiklistarhæfileika þína í leiðinni!
mér finnst örugglega spes gaman að fá að fylgjast með ..haha!
Sty var í fótboltahamborgaradinner áðan, Katla er farin að taka ástfóstri við hann..ekki furða, einhver þarf að vera til staðar fyrir stráksa..hún finnur fyrir miklum söknuði í hjarta hans.
Söknum þín.
Mússímús og knús.
Guðrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.