21.6.2008 | 06:15
update #4
Þá er komið að því - fyrsta prófið á sunnudaginn, en í beinu framhaldi verður æft ditching, eða nauðlending á vatni. Það verður hópæfing, okkar hópur, F&B hópurinn og flugmannahópurinn, þá ættum við að vera komin með ágætis fjölda til að æfa smá panic.
Af því tilefni ætla ég að fara í fót- og handsnyrtingu svo að allur kroppurinn sé aflappaður og einbeittur í lærdóminn, en ekki síður af því að í svona hrikalegum hita verður manni, eða allavega mér, ægilega illt í fótunum. í gær var 43 stiga hiti heyrði ég í útvarpinu. Ég vil ekki einu sinni vita hvað það er í dag, vonandi fer það ekki yfir 40.
Jæja, ekki miklar fréttir að segja núna, ég læt ykkur vita hvernig gekk í prófinu seinna í vikunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.