17.7.2008 | 18:00
gæludýrið
Á aðfaranótt þriðjudags átti ég svefnlausa nótt sökum partýstands í næstu íbúð. Endaði þetta með því að ég flúði inn í stofu og kom mér fyrir með lak og kodda í litla tveggja sæta sófanum þar, en stofan er eina herbergið sem ekki deilir veggjum með glaumgosunum og var þar af leiðandi eina herbergið sem var nokkur von að ná smá lúr í.
Þegar ég var að koma mér út um morguninn, þreytt og lúin, með beyglað bak, sá ég nokkuð mér til mikillar undrunar. Ég hafði ekki verið ein í eymd minni eftir allt. Það var eiturhress engispretta að trítla og hoppa um gólfið. í þessum steikjandi hita opnar ekki nokkur manneskja gluggana hjá sér og er ég ekki undanskilin. Hvernig í ósköpunum komst hún þá inn? Jæja, ég hafði ekki tíma til að veiða litla óboðna gestinn minn, þar sem ég var að verða sein svo ég lokaði hurðinni að stofunni í staðin, þaðan er hvort eð er engin undankomuleið svo hún mundi bara þurfa að bíða heimkomu minnar til að komast út.
Ég var búin að plana allt út í ystu æsar. Ég ætlaði að veiða vinkonuna í glas og loka fyrir með blaði, fara svo í smá labbitúr yfir í hinn enda íbúðarinnar og henda henni út um svefnherbergisgluggann (til að gefa henni meiri lífslíkur, slik er gæskan). En allt kom fyrir ekki. Þegar ég kom heim fann ég hana hvergi. Ég leitaði mjög vandlega og strategískt og ég leitaði aðeins mera og hélt svo áfram að leita. Leitin fór fram í hverjum krók og kima íbúðarinnar, þrátt fyrir það að ég hefð lokað hana inni í stounni. Ég er búin að leita í þrjá daga núna. Hún er horfin. Hvernig veit ég ekki, en hún er allavega ekki hérna lengur, ég er nokkuð viss um það. Ég hef loftræstikerfið grunað, þótt svo ég hafi enga sönnun og geti ekki fengið skilið hvað fær engisprettu til að leita í kaldan blástur.
Athugasemdir
CSI: Abu Dhabi.
Ertu búin að yfirheyra aðrar engisprettur í nágreninu?sty (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:15
rugludallur
Fríða Rakel Kaaber, 18.7.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.