update #10

Þá er náskeiðinu loksins lokið og ég orðin 'bona fide' flugfreyja. Ég. Af öllu fólki. Útskriftin var í gær og þá fluttum við skemmtiatriðið sem er skylda hvers hóps að útbúa og flytja á útskriftardaginn. Ein úr hópnum fékk áhorfanda til að taka þetta upp fyrir okkur, en því miður var sú eitthvað ósátt við atriðið og slökkti á upptökunni. Eða þá að hún var að sanna orðróminn um það að konur kunna ekki á tækni. Ég er búin að sannfæra sjálfa mig um að seinni möguleikinn sé eini möguleikinn.

Húrra!

 Við ákváðum að gera gott um betur en fyrri fluffur og vera fyrsti hópurinn til að útbúa minjagrip fyrir okkur að eiga um aldur og æfi. Þetta vakti mikla kátínu meðal kennaranna sem fannst þetta frábær hugmynd. Til að slá tvær flugur í einu höggi var ákveðið að hafa þetta nytjahlut og því tókum við voða fína hópmynd og prentuðum á bolla. Af því að við erum ekki bara föngulegur heldur einnig raunsær hópur kvenna vissum við að eftir ákveðinn tíma er óhjákvæmilegt að við gleymum nöfnum hvorrar annarar svo við skelltum einnig nöfnunum okkar á bollann góða. 

Um kvöldið var svo farið út að borða við höfnina, eða við snekkjuklúbbinn öllu heldur.  Veitingastaðurinn var allur eiturgrænn að innan og bar nafnið Bambu. Fínn matur samt. Einhvers konar asísk blanda. Besti rétturinn fannst mér vera sítrónukjúllinn. Mæli með því að prófa þennan rétt ef þið sjáið það einhverntíman á matseðli. 

Nú er bara að undirbúa sig fyrir Indlands stopp á sunnudaginn. Trivandrum heitir staðurinn og mér skilst að þetta sé algjör paradís. ég hyggst taka einhvejar myndir þar því til sönnunar/afsönnunar. Kemur í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju ástin mín, égsakna þín.

styrmir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:20

2 identicon

Krúttleg athugasemd frá Styrmi..hann fær plús fyrir það ;)

En allavegana, til hamingju með að hafa klárað námskeiðið, ég er viss um að atriðið ykkar hafi verið glæsilegt.  Verst að upptakan klikkaði það hefði verið gaman að fá að sjá hverskonar skemmtiatriði hópur frá svona mismunandi löndum setti saman, jæja ég fæ að sjá bollann :)

 Hlakka til að skoða myndirnar frá Indlandi...knús og kossar frá Rebbu systir

Rebekka (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Sty: Ég sakna þín líka habibi! Verð að segja að þú færð nú eiginlega fleiri en einn plús í kladdann frá konunni þinni fyrir þetta ;o)

Rebba: Gaman að heyra frá þér elsku sys! Takk fyrir hamingjuóskirnar :o) Ég reyndi að setja inn mynd af bollanum en hún vildi því miður ekki uploadast.

Var að fá ágúst skrána og fer tvisvar í til Trivandrum í viðbót, einu sinni til Amman og einu sinni til Damascus :o) Svo það verður vonandi hellingur af fínum myndum! Jiii ég er svo spennt!

Ástarknús til allra sem ég elska heima á frónni :o*

Fríða Rakel Kaaber, 26.7.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Íris

til hamingju með útskriftina... góða skemmtun

Íris , 26.7.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband