update #12

imagesNú er ég lasin og má ekki fljúga. Fékk salmonellu í kaupbæti með buffalo vængjum (hugsa að það hafi verið þeir). Finn samt ekki fyrir neinum slappleika eða neinu, líður bara dúndrandi vel. En vegna möguleikans á því að ég geti enn verið smitandi vildi læknirinn ekki leifa mér að fara í flugið mitt í dag. Ég er hrikalega svekkt, ég átti að fara í layover í Amman og var búin að gera voða plan að fara að skoða Dauðahafið. En, svona er þetta.

Núna er svo búið að breyta planinu mínu vegna veikindanna og nú er ég á Sydney standby, svo ég vona bara að ég verði kölluð út. Það væri smá uppbót fyrir Dauðahafsmissinn. 

Annars á unglambið hann faðir minn (eða labbi eins og ég hef kallað hann frá þeim tíma er ég kunni ekki að segja pabbi) afmæli í dag, svo það er um að gera að skella mér út í bakarí og fá mér eina litla köku í tilefni dagsins :o)

 

Lifið heil og fulleldið kjúllann ykkar. Ávallt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þér !! En leiðinlegt með salmónelluna :(

Hafðu það sem allra best sætust !! mér finnst þú ekkert smá dugleg þarna úti og til hamingju með flugfreyju titilinn :)

knús og kossar frá DK

p.s (mikið rosalega á ég erfitt að lesa bloggið í þessu letri er ég bara ein um það ?? haha )

Didda (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband