8.12.2008 | 11:28
rebellyon
Vegna þeirrar fásinnu Roadrunner Records að vilja meina það að maginn á Amöndu Palmer sé of feitur til að sýna í myndbandi, brutust út eins konar mótmæli meðal áhangenda hennar. Upphafið af þessu var einn aðdándi sem í mótmælaskyni birti mynd af maga sínum til að vekja athygli á því að það væri ekkert að maganum á frk. Palmer. Fyrr en varði fór að rigna inn myndum frá fólki og hefur nú verið sett upp síða til að halda utan um batteríið. Þessi mótmæli urðu svo kveikjan að ákveðinni vakningu í mallakútamálum og heilbrigðri sjálfsmynd.
Það má því segja að svo kjánalegt sem upphafið af þessu var, þá hafi það samt sem áður leitt eitthvað jákvætt af sér.
Þess má til gamans geta að Palmer hafði betur og var umrætt myndband ekki klippt til, maginn fékk því að vera með eftir allt - útgefendunum í óþökk.
Athugasemdir
Óskar Villti var hann ekki barnaníðingur?
Thee, 8.12.2008 kl. 11:32
Ekki svo ég viti. En hvað veit ég svosem.
Fríða Rakel Kaaber, 14.12.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.