Ég vil ekki hata...

en það er að styttast verulega í þræðinum hjá mér gagnvert Ísraelsmönnum - og BNA fyrir að fjámagna þennan viðbjóð. Hernaðaraðgerðir? Þetta er ekki hernaður þegar einn risastór her ræðst á saklausa borgara, sprengir skóla, leiksskóla og heimili, og er svo í mun að ekki berist aðstoð til deyjandi barna að þeir sprengja bílalest SÞ og reka Rauða Kross starfsmenn burt frá nauðstöddum. Þetta er ekki hernaður þetta er útrýming. Það er enginn her að berjast á móti þeim.

Hvernig getur þjóð sem þurfti að þola þjóðflokkahreinsun sjálf snúið sér við og gert nákvæmlega sama hlutinn við aðra þjóð?

Og svo kalla þeir sig "Guðs útvöldu þjóð"! ........Það er veruleg gjá á milli hjarta þessa fólks og Guðs, svo mikið er víst.


mbl.is Ísraelar halda hernaði áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er ekki nema von að kona af svona fínum afdönskum ættum viti hvað þetta útvalda tal þýðir. Þetta heiti, sem gyðingar nota ekki sjálfir nema til að hlæja af því, byggir á dálitlið stórum misskilningi þeirra sem ekki eru gyðingar og sömuleiðis hatri. Ég held barasta að Kaaberlaukar á Íslandi séu meira útvaldir en gyðingar.

Svo ef þú vilt ekki hata og ert að þvo hendur þínar, vertu þá ekki með glósur sem nasistar notuðu mest allra á sínum tíma. Þjóð sem er búið af ofsækja, drepa og reyna að útrýma er ekki útvalin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Er ekki forsenda þess að Ísraelar vilja eignast allt landið sú að þeir eru hin útvalda þjóð og þetta er land hennar sem slíkrar samkvæmt helgiritum? Annars á ég á örlítið erfitt með að skilja athugasemdina þína, en engu síður sé ég ekki alveg hvað nafn mitt eða þjóðerni skiptir máli hérna.

Af hverju er ég þvo hendur mínar nákvæmlega?

P.S. Ég hata ekki Gyðinga, það eru þín orð. Ég er hinsvegar orðin ansi örg út í Ísraelsríki. Það er ekki nálægt því það sama.

Fríða Rakel Kaaber, 9.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband