13.1.2009 | 12:01
Heyr heyr!
Nú er ég líklega stolt af kvartbaunanum í mér, því eins og einn gerði athugsemd hér um nýlega kemur ætterni mitt af einhverjum ástæðum skoðunum mínum við.
Gera Íslendingar ekki fylgt þessu fordæmi? Eða hefur Íslenska ríkið kannski ekki stutt nein mannúðarverkefni í Palestínu? Nú er ég ekki nógu vel að mér, endilega upplýsið mig ef einhver veit um þau mál.
Það væri hreint ekki slæmt að fá smá pening í ríkiskassann, og ekki væri ég með neitt samviskubit ef það kæmi frá Ísrael eins og staðan er í dag ;o)
Vilja lögsækja Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir 14 árum eða skömmu fyrir jól 1994 var Friðarverðlaunum Nóbels skipt milli þeirra Arafat, Peres og Raben. Í framhaldi af friðarsamningum var gríðarlegu fé safnað til að kosta ýmsar opinberar framkvæmdir í þágu Palestínumanna. M.a. var byggður flugvöllur sem um tíma var eini alþjóðlegi flugöllur Palestínumanna. Fyrir um áratug eyðilögðu Gyðingar þennan flugvöll en það var mikið glappaskot sem ekki sér fyrir endann á.
Mér hefur þótt einkennilegt að ekki skuli vera Gyðingur fremur til framdráttar að fjárfesta í frið en stríði. Eina sem þeir hafa uppskorið er tortryggni og fyrirlitning. Fáir vilja treysta þeim og þeir hafa með framferði sínu magnað þessa deilu við Palestínumenn fremur en að draga úr henni.
Þessi saga er dapurleg. Betra hefði verið að Gyðingar hefðu þrætt mjóa stíginn sem Nelson Mandela og Desmond Tutu þræddu í Suður Afríku.Þar leitmjög illa út um friðsamlega lausn en allt stefndi í eitt allsherjar uppgjör milli hvítra og svarta með gríðarlegu blóðbaði. Því tókst að forða og mætti taka sér þjóðfélagsþróunina til fyrirmyndar, einnig fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Fríða: Þú mátt vera stolt af að vera komin af Dönum! Mér hefur alltaf fundist þeir vera jarðbundnari en við Íslendingar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2009 kl. 12:32
Mosi, ég vara þig við að kenna ofbeldisverk Ísraelsstjórnar við gyðinga. Þó ríkisstjórn Ísraels sé skipuð gyðingum þá þýðir það alls ekki að "Gyðingar" séu sekir. Fjölmargir gyðingar um allan heim forsæma þessar aðgerðir. Slík alhæfing er jafn fáránleg eins og að kenna Al Kaída við alla múslima eða "Andspyrnuher drottins" frá Úganda við alla kristna.
Guðmundur Auðunsson, 13.1.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.