Sorglegar fréttir

Mikið þykir mér leiðinlegt að heyra svona fréttir. Ég óska Geir bata og vona að fólk sjái sóma sinn í því að sýna honum og fjölskyldu hans virðingu. Þetta er ekki lítið áfall fyrir þau. Að sama skapi er ég fegin að frétta það að Ingibjörg Sólrún sé á góðum batavegi. Svona mál koma stjórnmálum ekkert við, og ég hvet fólk til að muna það að koma fram við annað fólk af virðingu - þótt það sé ekki sátt við viðkomandi í starfi. Mér blöskrar að heyra að það hlakkar í sumum einstaklingum yfir þessu, ég er hreinlega orðlaus yfir illskunni sem leynist í sumu fólki.
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband