3.6.2009 | 00:55
Þetta blogg er í óskipulögðum dvala
Kannski að ég fari að skrifa eitthvað aftur nú þegar það er komið sumar og skólabækurnar eru í felum, enda með eindæmum sólfælnar. Vampýrur? Þær sjúga mig að minnsta kosti upp til agna, svo mikið veit ég.
Sjáum hvað setur. Kannski verð ég alveg argavitlaus einhverntíman á næstu vikum og þá má nú aldeilis búast við bloggi. Ég er svoddan tuðari þegar mér mislíkar hlutirnir, sbr. munaðarleysingjahælin í Kína eða mannréttindabrot gegn Tíbetum, Palestínumönnum osfrv.
En í dag ákvað ég að heimsækja þennan undirheim Morgunblaðsins, þar sem fúk- og meinyrði komast í einskonar siðferðislegt skattaskjól, til þess að reyna að gæða hann einhverri fegurð: ég kom hingað til að gorta mig af frumburði systur minnar. Ég er sumsé móðursystir. Altso ég á systurdóttur. Svo ég sletti, þá er ég "auntie". Ergo ég er العمه أو الخاله أو زوجه العم أو الخال .
Roggin? Ég? Jæja, ég viðurkenni það bara, enda hef ég líka fullan rétt á því að vera það!
Þar til næst - ég mæli þó ekki með því að halda niðri andanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.