Eru stuttar ermar klám?

Ekki get ég séð að þetta sé neitt sérstaklega klámfenginn búningur sem stúlkan í auglýsingunni er í. Það sést hvorki í leggi, maga né bringu eða barm, bara í andlit hennar og arma. Vissulega er kjóllinn þrengri en slopparnir sem hjúkrunarfræðingar klæðast við vinnu sína, en ég get ekki kvittað fyrir að það sé nóg til að þetta teljist klámfengið.
Ég geri mér grein fyrir því að hjúkkuþemað er gríðarvinsælt í klámvæðingunni, og það er örugglega mjög leiðingjarnt fyrir hjúkrunarfræðinga, en ef ekki má vísa til starfstéttarinnar nema að viðkomandi mynd sé af manneskju í hólkvíðum slopp og crocks klossum - annars fer allt í uppþot - þá þykir mér viðkæmnin bera almenna skynsemi ofurliði.
Það er mín skoðun allavega.
mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á LSH eru allir, konur og karlar í hvítum sloppum, jökkum og buxum. Hef aldrei séð svona dress þar á bæ. En góð færsla Fríða.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Egill

beina tilvísun í klám?

á engan máta get ég skilið þetta komment þitt Svala mín, þú talar í þinni eigin færslu að "tomb raider" sé auðvitað kynferðisleg, og því er ég sammála. 

hér kemur smá punktur þó, karlmenn komnir yfir kynþroskaskeið eiga það til að hugsa um kynlíf þegar þeir sjá konur, sama hvernig þær eru klæddar, sama í hvaða stellingum þær eru, sama hvað þær heita, hvaða titil þær bera, og svo framvegis.

Þróun mannsins hefur einfaldlega gert okkur að þessum verum sem við erum í dag, og hluti af því er kynhvöt, og engar auglýsingar, sama hve teprulegar þær eru gerða munu breyta því.

hér kemur úrkoma úr könnun sem var gerð á háskóla campus í bandaríkjunum, fólk var spurt einnar spurningar af af þrem, konur voru spurðar af myndarlegum karli, karlar voru spurðar af myndarlegri konu.

1) Viltu koma á stefnumót með mér í kvöld?

2) Viltu koma heim með mér í kvöld?

3) Viltu sofa hjá mér í kvöld?

Konur gáfu já við spurningu

1- 50 %

2- 6 %

3- 0 %

Karlar gáfu já við spurningu 

1- 50 % 

2- 69 %

3- 75 % 

ef þetta sýnir þér ekki hvernig kynin er búin til af náttúrunni með mismunandi viðhorf til kynlífs þá veit ég ekki hvað.

Egill, 7.6.2009 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband