6.4.2008 | 21:36
Þarna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 20:29
Ég er sumsé á lífi. Ennþá allavega.
Ég hef ekki verið neitt sérstaklega dugleg að blogga undanfarnar vikur. Ég hef mér enga sérstaka afsökun. Hugsa að ástæðan sé aðallega sú að ég breytti upphafssíðunni minni úr mbl og yfir í Gulf News og þá er sá möguleiki að tengja bloggfærslu við frétt úr sögunni.
Fréttir af mér eru kannski ekki margar en þær eru samt í stærra lagi, svona eiginlega. Nú liggur það fyrir að ég mun flytjast út í a.m.k. hálft ár frá og með vorinu (dagsetning er ekki alveg ljós ennþá). Mun ég því undirgangast læknaskoðanir af ýmsu tagi og verður það að teljast híð besta mál. Ég leifi mér nefnilega að fullyrða að ég mundi aldrei láta rannsaka heilsu mína svo gaumgæfilega án slíkrar hvatningar. Fyrsta læknisskoðunin er á morgun en í kjölfarið af því mun ég fara í allavega þrjár heimsóknir til viðbótar til mismunandi sérfræðinga.
Að allt öðru. Ég er tilneydd að kaupa mér síma hvað og hverju þar sem gamli góði Hello Kitty síminn minn er að geyspa golunni. Ég hef verið að skoða þennan Samsung síma. Er nú í raun ekki komin mikið lengra en það samt. Sá hann þegar ég var í Kína og leist vel á hann. Ef einhver þekkir til hans væru athugasemdir - meðmæli eða gallar - vel þegnar.
Ótrúlegt hvað ég hef lítið frambærilegt fram að færa eftir svona langa bloggpásu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 11:35
Er þetta spurning um aðferðir...
![]() |
Clinton skiptir um kosningastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 18:13
Stundum
4.2.2008 | 16:27
Mér skilst
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 14:21
Áhugaleysi ungmenna
Ég hugsa að vegna velmegunnar vesturlanda hafi myndast ákveðið áhugaleysi hjá ungmennum. Þau finna enga þörf til að fylgjast með málum eða að pæla í pólitík og heimsmálunum. Þeim finnst þetta ekki koma sér við. Ég heyri oft ungt fólk (jafnvel jafnaldra mína) segja að þau hafi ekki áhuga á pólitík og þar af leiðandi pæli þau ekkert í þeim málum. Svolítið eins og verið sé að ræða um fótbolta eða skák - þetta er auðvitað ekki spurning um áhugamál. Ef kreppa, örbyggð eða stjórnleysi ríkti í heimalöndum þessara ungmenna væri raunin önnur. Þau gera sér ekki grein fyrir því að það láku sviti og blóð til að ná fram því sem þeim finnst sjálfsagður réttur þeirra í dag. Ennfremur gera þau sér ekki grein fyrir hve mikilvægt er að viðhalda því sem hefur áunnist, það tekur minni tíma að rústa málunum en að laga þau.
Bara pæling.
![]() |
Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 13:59
Fávísi
Ég var í teiti núna um helgina þar sem margt var gesta og samræðurnar lifandi og skemmtilegar. Oftast. Á ákveðnum tímapunkti leiddust umræðurnar út í umræðuna um innflytjendur á Íslandi og Múslima sem búa hérlendis.
Þarna var maður nokkur sem hafði sterkar skoðanir á þessu. Hann sagði að Múslimar væru ofbeldisfullir ofsatrúarmenn. Talaði hann um að þeir sendu þroskaheftar konur á vettvang, hlaðnar sprengiefni og væru með fjarstýringu til að sprengja þær og önnur fórnarlömb. Var hann þar að vitna í ákveðinn atburð sem ég persónulega þekki ekki næg deili á til að tjá mig um, en ég veit nú samt - þótt ekki væri nema fyrir heilbrigða skynsemi - að þetta er ekki almenn hegðun meðal Múslima.
Hann sagði ennfremur að Múslimar ættu að fá að byggja mosku hérna, jafnvel þótt svo honum þætti mikill óssómi af slíkri byggingu. Ástæðan var sú að það væri mjög hagkvæmt fyrir "okkur hin" því þá væri hægt að sprengja alla Múslimana í einni lotu. Ég varð svo reið innra með mér að heyra mann sem hefur fullan aðgang að menntun, er full læs og getur svo auðveldlega kynnt sér málin og aflað sér gildra upplýsinga, láta svona óheyrilega heimsku og hatur út úr sér. Mér fannst samt sem áður ekki orðum í þennan fávísa mann eyðandi og umræðan fjaraði, sem betur fer, út.
En. Nú velti ég þessu upp:
- Þessi maður hatar alla múslima út af einhverjum nokkrum einstaklingum sem gera (gríðarlega) slæma hluti.
- Þessir sömu nokkru einstaklingar hata svo alla vestræna menn vegna þeirrar spillingar sem nokkrir einstaklingar (samt töluvert fleiri einstaklingar en í hópi þeirra) ollu í þeirra heimi.
Aftur að partýgestinum:
- Þessi maður vill sprengja upp allt fólk á Íslandi sem aðhyllist Islam þótt svo það hafi ekki valdið nokkru tjóni né vandræðum (altso saklaust fólk), vegna þess að hann hatar hryðjuverkamenn.
- Á sama tíma sprengja hryðjuverkamennirnir saklaust fólk af því það hatar fólk eins og hann.
Spurningin er því þessi. Á hann ekki frekar mikið sameiginlegt með hryðjuverkamönnunum, eða hver er munurinn á honum og þeim? Eru ekki báðir aðilar uppfullir af illa ígrunduðu hatri á ósýnilegan óvin, hatri sem bitnar því á saklausu fólki? Ég er þess fullviss að ef sama stjórnleysi ríkti hér og í þeim löndum þar sem hryðjuverk eru jafn algeng og raun ber vitni, þá mundi þessi maður, og margir hans líkar, vera búinn að myrða margt saklaust fólk fyrir það eitt að trúa boðskap Kóransins. Það eina sem heldur aftur af honum er að hér ríkir stjórn, annars er munurinn enginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 04:37
Endurheimtir ástvinir?
![]() |
50 beinagrindur finnast í þýskum bæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 01:29
Oft eru það foreldrar ólukkufólks sem verða fyrir þessu
Ég hef heyrt að árásir sem þessi séu oftar en ekki gegn foreldrum einstaklinga sem eru "í ruglinu" eins og maður segir. Þá hafa viðkomandi einstaklingar komið sér í skuldir og handrukkarar, vitandi það að sá sem er djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu á ekki bót fyrir boruna á sér, snúa sér því að þeim næsta: altso foreldrunum. Man einmitt eftir viðtali fyrir nokkru við föður sem hafði verið handleggsbrotinn yfir 20 sinnum vegna barns síns, en hann hafði hafði ekki einu sinni hitt hann/hana í langan tíma. Hann sagði að ef hann kærði ætti hann bara von á enn fleiri árásum.
Með svona lágum dómum er dómskerfið hreinlega að leggja blessun sína yfir þennan "iðnað". Refsingar fyrir síendurteknar, hrottalegar og skipulagðar árásir af þessu tagi ættu að vera töluvert þyngri og ættu helst að fara fram sem skyldug geðsjúkrahúsavist. Þetta fólk er hreinlega ekki heilt.
![]() |
Klipptu fingur af húsráðanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 01:12
Rangar aðferðir sverta réttan málstað
![]() |
Vopnaðir Palestínumenn réðust inn í skóla gyðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)