Færsluflokkur: Bloggar
6.1.2008 | 03:06
Breskar veðurfréttir?
Ég sé það í anda að breskir fjölmiðlar myndu birta frétt ef að veðurstofa Íslands varaði við vindhviðum á Hvannadalshnjúk.
Það er svo endalaust mikið að gerast í heiminumá degi hverjum en samt er dælt inn á mbl svo miklu af ruslfréttum að það sem er raunverulega merkilegt hverfur bara í draslfrétta-hafið. Ég verð að velta því fyrir mér hvort fréttamenn mbl séu kannski ekki menntaðir á sínu sviði eða hvað það er eiginlega sem veldur. Síðan er í raun orðin meira eins og afþreyingar-miðill miklu frekar en fréttamiðill. Ef ég vil lesa fréttir fer ég á síðu CNN, fyrir íþróttir skoða ég SkySport o.s.frv. Þetta finnst mér vera synd. Það á að vera hægt að nálgast almennilegar fréttir á móðurmáli sínu. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Snjóflóðahætta á Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2008 | 02:43
Hún lenti að minnsta kosti ekki á Egilsstöðum
Flugvélar enn leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.1.2008 | 20:05
DRAMATÍKIN!
Get ekki orða bundist yfir þessari dramatík. Vélin reyndi að lenda í óveðri, þá tekur eðlilega aðeins í vélina. Hún var aldrei nærri því að hrapa. Íslenskir flugmenn eru með þeim færari í heiminum að vinna við þessar aðstæður. Þeir sem ákváðu að fara ekki með flugvélinni til Reykjavíkur hafa sett sig í töluvert meiri hættu en þeir sem flugu. Hversu marga hefur þjóðvegurinn heimtað á ári (eða bara yfir höfuð) borið saman við flugvélaflota landsins?
Jafnið ykkur.
Héldu að þetta væru endalokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.1.2008 | 21:14
Endurminningar 2007
Í Fríðu-fréttum var þetta helst:
Miklar framkvæmdir
Skemmtiferðir
Listir og handverk
Tónleikar
Djúpar sorgir
Litlir sigrar
Þónokkur gleði
Aukinn skilningur
Nýjar upplifanir
Samglaðst með ástvinum
Já, það var ýmislegt sem gerðist á þessu frábæra ári, þó svo ég stikli nú bara á stóru hér. Það er eiginlega smá pressa á 2008 núna þegar ég hef rifjað upp hvernig 2007 var.
Bloggar | Breytt 3.1.2008 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 16:01
Jæja, það eru þá smá vitsmunir eftir
Útskýringar á dauða Bhutto dregnar til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 03:53
Þá er besta vinkona mín
orðin frú. Frú Sara.
Fallegt brúðkaup í alla staði
Svo ekki sé nú minnst á hvað það var gaman!
Skál fyrir Söru og Sigga og æðislegum degi. Takk fyrir að fá að taka þátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 15:07
meter er ekki íslenska
Meter er útlenska. Metri er íslenska.
Hér er metri
um metra
frá metra
til metra
Því má til gamans geta að lítri er á sama hátt misnotaður í íslensku tali, fólk segir í sífellt meira mæli líter. Sem og kalkúni sem fólk vill endilega kalla kalkún - eins og í kalkúnn með tveimur n-um og engu i-i. Ég hef alveg mínar málfarsvillur, en það eru ákveðnar staðlaðar villur sem fara óskaplega í taugarnar á mér og þessar eru meðal þeirra.
Kópavogslækur flæðir yfir bakka sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2007 | 17:21
Eftir veru mína í Kína
Umönnun fyrstu tvö árin hefur bein áhrif á vitsmunaþroska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 17:06
Þvílíkur missir
Bhutto lögð til hinstu hvílu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 16:55
Kaupi þetta ekki
Þessi stórkostlega kona var myrt fyrir að berjast fyrir réttlætinu og það þýðir ekkert að vera með svona kjaftæði. Bíð bara eftir því að þeir úrskurði að þetta hafi verið sjálfsmorð. Ætli það þurfi nú nokkuð að leita til Al Qaeda til að finna sökudólginn, hugsa að einhver töluvert nær hafi staðið fyrir þessu. Kannski sá hinn sami og heldur því fram að hún hafi rekið sig í. Pft.
Lést af völdum höfuðhöggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.12.2007 kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)