Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2008 | 04:37
Endurheimtir ástvinir?
50 beinagrindur finnast í þýskum bæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 01:29
Oft eru það foreldrar ólukkufólks sem verða fyrir þessu
Ég hef heyrt að árásir sem þessi séu oftar en ekki gegn foreldrum einstaklinga sem eru "í ruglinu" eins og maður segir. Þá hafa viðkomandi einstaklingar komið sér í skuldir og handrukkarar, vitandi það að sá sem er djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu á ekki bót fyrir boruna á sér, snúa sér því að þeim næsta: altso foreldrunum. Man einmitt eftir viðtali fyrir nokkru við föður sem hafði verið handleggsbrotinn yfir 20 sinnum vegna barns síns, en hann hafði hafði ekki einu sinni hitt hann/hana í langan tíma. Hann sagði að ef hann kærði ætti hann bara von á enn fleiri árásum.
Með svona lágum dómum er dómskerfið hreinlega að leggja blessun sína yfir þennan "iðnað". Refsingar fyrir síendurteknar, hrottalegar og skipulagðar árásir af þessu tagi ættu að vera töluvert þyngri og ættu helst að fara fram sem skyldug geðsjúkrahúsavist. Þetta fólk er hreinlega ekki heilt.
Klipptu fingur af húsráðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 01:12
Rangar aðferðir sverta réttan málstað
Vopnaðir Palestínumenn réðust inn í skóla gyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 01:02
Mikill gróði í þessum bransa
Það er hrikalegt hvernig farið er með börn og svo rosalega víða líka. Í Kína má oft sjá börn leika listir sínar á götuhornum, torgum og öðrum almenningsstöðum. Þau eru óendanlega liðug og standa á haus og gera allra handa kúnstir líkt og færustu sirkusmeðlimir. Önnur eru hins vegar fötluð, yfirleitt vantar á þau útlim eða að einn eða fleiri útlimir eru afbakaðir á einhvern hátt. Strax fyrstu vikuna mína í Kína var ég vöruð við af samstarfsfólki mínu á munaðarleysingjahælinu að gefa þessum börnum aldrei pening, með því væri ég að styrkja gríðarstóran glæpahring sem svífst einskis. Eins og flestir vita eru lög í Kína um það að hver hjón megi bara eiga eitt barn. Af þessum sökum ber fólk oft út börn sín séu þau:
A) númer tvö eða meira í röðinni
B) ekki heilbrigð (margir hafa ekki efni á læknisþjónustu)
C) stúlkur - þó svo þetta sé sem betur fer búið að batna til muna (ekki síst því það er skortur á giftingarefni fyrir strákana!)
En hins vegar er babb í bátnum á þessu kerfi. Það er nefnilega ólöglegt að yfirgefa börn sín þannig að fólk getur ekki farið með þau beint á munaðarleysingjahæli*. Hvað gerir það þá? Jú, það skilur börnin eftir í almenningsgörðum, á almenningsklósettum, í verlsunarmiðstöðvum, í súpermarkaðnum o.s.frv. Svo verða þau bara að vona að sá sem finnur barnið muni fara með það á munaðarleysingjahæli, en það getur samt eldrei vitað örlög barnsins með vissu.
Þetta gerir mansal ansi auðveldan leik. Það mun enginn lýsa eftir þessum börnum, svo mikið er víst. það er fólk tengt þessum glæpaklíkum sem vinnur hreinlega við það að leita að yfirgefnum smábörnum. Sum börn eru heppnari en önnur, en það eru þau sem lenda í herþjálfun til að verða heimsins klárustu fimleikasnillingar fyrir 5 ára aldurinn. Þeim er þrælað út allan daginn og fá lágmarksmat og sofa í hrúgum til að halda á sér hita í litlum földum holum þar sem enginn veit af þeim nema þrælahaldararnir. Mörg hver lifa ekki af. En eins og ég segi, þau eru þau heppnu. Þau óheppnu eru þau sem nokkurra mánaða gömul eru tekin og höggvin í sundur, altso hendur eða fætur eða útlimir í heild sinni höggnir af þeim. Hinn möguleikinn er að útlimirnir eru mölbrotnir og látnit gróa þannig að þau líta út fyrir að hafa fæðst alvarlega fötluð. Sum þeirra eru svo illa farin að þau eru á einskonar hjólabrettum til að komast ferða sinna. Þar sem þessi börn eru svo betla, annað hvort út á fimleikahæfileikana eða fötlununa, má alltaf sjá mis-skuggalegann mann eða konu á næsta horni sem tæmir skálina reglulega. Þetta eru þrælahaldararnir. Þannig fylgjast þau ekki bara með hverjum aur sem í skálina kemur heldur tryggja einnig að barnið muni ekki leita sér hjálpar hjá neinum.
Um leið og ég vissi sannleikann skildi ég varla hvernig mér gat yfirsést þetta. Hvar sem fannst barn að betla var næsta víst að á nærliggjandi horni mátti sjá þrælahaldarann, sem missti ekki augun af gróðalindinni sinni. Þvílíkur viðbjóður.
* Umfjöllun mína um munaðarleysingjahælin má svo finna hér, en ég skrifaði þessa færslu þegar ég var enn úti og er hún því ekki skrifuð með íslenskum stöfum:
http://kaaber.blog.is/blog/kaaber/day/2007/9/11/
Komið upp um mansal á börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 11:32
Sjálfstæðar konur
Þykir mér það til príði af þeim Margréti og Guðrúnu að fylgja ekki einstakling sem lýgur að þeim (og öðrum). Þær virðast, ólíkt sumum, ekki vera í pólitík til að svala eigin valdafýkn. Samstarf á að snúast um traust og ef það ríkir ekki einu sinni traust og samstaða innan flokksins sjálfs hvernig á þá þetta "samstarf" þá að geta virkað.
Sjálstæðisflokkurinn sat í fýlu eftir að hafa skitið upp á bak í REI málinu og - eðlilega - misst völdin. Fatta síðan að það er hægt að gynna hann Óla litla með nammipoka fullan af bulli og ná þannig aftur völdum. Vilhjálmur sagði sjálfur í Kastljósi að D-listinn væri ekkert að bakka með sín flugvallamál, þau væru bara í smá biðstöðu. Annað mátti hinsvegar heyra á Olafi sem sagði að nýfundin samstaða flokkanna tveggja um flugvallamálin væri ein af ástæðum þess að hann hefði ákveðið að sniglast yfir. Sjálfstæðismenn væru loks búnir að sjá ljósið og vildu halda flugvellinum. Athyglisvert hvernig á fyrstu skrefum málsins kemur strax í ljós ósamræmi.
Mér finnst þetta aumt og skil ekki hvernig nokkur meirihluti getur einbeitt sér að málum borgarinnar þegar allir eru að einbeita sér að valdafýkn sinni.
Ákjósanlegast væri að ganga aftur til kosninga og sjá hvort þessi nýji og naumi meirihluti virkilega nýtur þess stuðnings sem hann þykist gera, því ég verð að efast.
Töldu Margréti með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 11:28
Ísraelsmenn svo aldeilis hissa!
Ísraelar misreiknuðu áhrifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2008 | 15:46
Þessir Kaþólikkar!
Skemmdarverk á flugvelli vegna seinkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 15:43
Bíddu nú við
Saka Bandaríkjastjórn um rógburð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 21:43
Hvað er með þessa ljósmynd?
Afgreiðslumaður lenti í ryskingum við meintan þjóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 15:42
Aðstoðarmaður Giulianis segir af sér vegna "hneykslis"
Þegar að fréttir eins og þessi (sjá að neðan) eru sópaðar undir mottuna án þess að nokkur segi neitt þá verð ég hreinlega reið! Mér er alveg sama hvaða (minnihluta)hópur það er sem verður fyrir barðinu á svona heimsku og illsku, það á ekki nokkur manneskja að láta þetta viðgangast, hvorki innan þess hóps né utan.
Deady sem er aðstoðar stjórnarformaður félags eftirlauna hermanna í New Hampshire, sem vinnur á vegum Giulianis, lét hafa þessi orð eftir sér, og það stoltur:
I dont subscribe to the principle that there are good Muslims and bad Muslims,theyre all Muslims.
Þá sagði hann að hrekja ætti alla Múslima úr Bandaríkjunum og "aftur" í hellana. Flestir Múslimar í BNA eru fæddir og uppaldir þar og aðrir hafa samt fæstir nokkurn tíman búið í helli. Það þarf ekki mikinn vilja til að túlka orð hans sem hann vilji jafnvel drepa þetta fólk:
We need to keep the feet to the fire and keep pressing these people until we defeat or chase them back to their caves or, in other words, get rid of them.
Þetta fór svo leynt að varla heyrðist af þessu. Enginn mótmælti þessum ósköpnuði. Af hverju? Af því að vestrænir fjölmiðlar eru búnir að ala svo á ranglátum ótta í garð Múslima að öllum er sama, eða það sem verra er - eru sammála!
Prófum nú að setja annað orð þarna inn. Annan hóp fólks sem á það til að vera allt sett undir sama hattinn fyrir þær sakir að eiga eitthvað eitt sameiginlegt. T.d. svart fólk, það hefur nú aldeilis fengið útreiðina áður. Þá hljómar þessi setning hans Deady svona:
I dont subscribe to the principle that there are good black people and bad black people,Theyre all black people.
Eða kannski Gyðingar.
I dont subscribe to the principle that there are good Jews and bad Jews,Theyre all Jews.
Ég leyfi mér að efast um að þessi orð hefðu verið látin kyrr liggja. Hvorki hefðu BNA menn nér aðrar þjóðir þagað.
Af hverju kynnir fólk sér ekki hlutina áður en það fordæmir þá. Hversu margir hatursmenn í garð Múslima hafa í raun og veru tekið upp Kóraninn og lesið hann? Þá meina ég ekki að finna eitt og eitt vers á netinu sem tekið hefur verið úr samhengi og málað með því skrattann á vegginn, heldur raunverulega kynnt sér trúna og dæma svo hverjir hinu eiginlegu Múslimar eru?
Hversu margir þarna úti vita t.d. að Kóraninn fordæmir sjálfsmorð og segir þau aldrei réttlætanleg. Hvernig geta þá sjálfsmorðssprengju árásarmenn mögulega verið talsmenn fyrir Múslima? Samt er það myndin sem máluð er af fjölmiðlum um allan hinn vestræmna heim. Íslamskir öfgamenn. En þeir eru ekki Íslamskir, það er málið. Þegar að Múslimi fremur stóra synd eins og t.d. morð þá er hann sjálfkrafa búinn að afneita trúnni. Þessir geðsjúklingar geta því haldið því fram eins og þeir vilja að þeir séu Múslimar, en ég get líka sagt að ég sé Strumpur, og jafnvel trúað því af einlagni, en það gerir mig ekki að Strump.
Jæja, ég er farin að rausa, ég er of reið. Ég þoli bara ekki hlutlægar og hrikalega óupplýstar fréttir samtímans sem eiga svo stóran þátt í ástndinu sem ríkir í heiminum í dag.Hér að neðan er allavega linkur á þetta Deady mál. Hvet ykkur líka til að glugga aðeins í athugasemdirnar sem er þar að finna. Ótrúlegt hvað fólk er gegnsýrt af ógrundvölluðu hatri. Minnir skuggalega á Nasisma. Vona að það séu bara redneck Repúblikanar sem (van)hugsa svona, tel reyndar miklar líkur á því. Held að framtíðin sé bjartari í höndum Demókrata - sem verða hreinlega að vinna kosningarnar (áfram OBAMA!).
http://youdecide08.foxnews.com/2007/12/29/rudy-giuliani-faces-questions-over-nh-co-chairmans-muslim-comments/
Kerry styður Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)