Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju vill fólk verja svona ófögnuð?

Síðan stóð undir nafni: hvatti til haturs og fordóma og var byggð á fullkomnu þekkingarleysi og mannvonsku. Hræðslu- og hatursáróður á ekki að viðgangast í samfélagi með nánast 100% læsi! Fordómar eru heimska og ekkert annað.
mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er óvenjulegur dagur

hjá mér. Ég er að fara að taka þátt í Jum'ah í fyrsta skipti. Að vísu mun ég ekki taka beinan þátt í Jum'ah sem slíku (slíkri?) en mér var boðið að koma og fá að fylgjast með athöfninni. Ég held að þetta verði mjög áhugaverð og skemmtileg upplifun og mun örugglega víkka sjóndeildarhringinn, sem er jú nokkuð sem ég er sífellt að sækjast eftir.

skemmtilegt nokk

 

digital-burqa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

German designer Markus Kison has introduced a digitally-enabled burqa that can transmit a photo, or anything else, of the wearer to nearby mobile phones. Kison calls it the CharmingBurka, and claims that the garment isn’t forbidden by Sharia or Islamic law.

Reportedly, the high tech burqa has a “digital layer” that includes a Bluetooth antenna, which lets women “decide for themselves where they want to position themselves virtually.” (Trendhunter.com) 

 

Afganistan er líklega markhópur Kisons, svona ef dæma má útfrá burquvalinu hjá honum. Ætli markmiðið náist og þessi 'tíska' tröllríði afgönsku þjóðinni? 

 Við fylgjumst auðvitað spennt með - og veltum fyrir okkur hlutabréfakaupum. 


Fylgjandi mótmælunum - ekki ofbeldinu

Var að fylgjast með hlaupinu í beinni á CNN. Mjög athyglisvert og ekki síst þá þegar þeir töluðu við fólk sem statt var í Kína og sagði frá gjörsamlega brengluðum fréttflutningi þar í landi. Ég fékk hreinlega flashback frá því þegar ég var þar og gerðin mér grein fyrir því að kínverska þjóðin er fullkomlega heilaþvegin af yfirvöldum. Sorglegt en satt.

Frjálst Tíbet!!


mbl.is Leið Ólympíueldsins um San Francisco stytt um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum

kemur sú yfirþyrmandi tilfinning yfir mig að ég muni aldrei botna neitt í mannfólki.

Nýjasta auglýsingin frá Etihad

Ætli ég verði mikið í því að breiða yfir sofandi gesti?

Þarna

mun ég búa eftir ca. einn og hálfan mánuð... ...og verð að viðurkenna að ég er þónokkuð spennt.

Er þetta spurning um aðferðir...

...eða eru kjósendur bara ekki eins glærir og sumir mundu halda? Það verður nefnilega að segjast eins og er að ef að hún vinnur þá er það ansi veik yfirlýsing fyrir konur. Af hverju? Vegna þess að hún hefði aldrei náð svona langt ef hún að væri ekki gift fyrrverandi forseta. Það er jú hann sem sér oft um skítkastið "fyrir hennar hönd" og mætir "fyrir hennar hönd" á hina ýmsu kjörstaði með áróðurs- /sigur-/tapræður. Eða er það hún sem mætir fyrir hans hönd á hina staðina? Ég veit það hreinlega ekki. Ég sé hana einfaldlega sem strengjabrúðu eiginmanns síns og mér finnst það - svo ég sletti nú aðeins - lame! Enda er fréttaflutningur af famboði hennar yfirleitt alltaf borinn fram í fleirtölu. Þegar talað er um Clinton framboðið er það "They got x many votes ..." en þegar það er Obama er það "He got x many votes...". Fólk er meira að segja hætt að þykjast að hún sé sjálfstæð í framboði. Með því að kjósa Hillary er fólk í raun að kjósa Bill. Þannig er þetta bara. Mér finnst það lýsa aumri stöðu kvenna í pólitík BNA að í fyrsta skipti sem kona á einhvern séns að verða forsetaframbjóðandi flokks síns þá er það einungis vegna afreka einginmanns hennar. Ég hugsa að hún hefði bara átt að halda Doyle og frekar að láta eiginmanninn leggja framboð sitt niður og sanna það að það sé í raun og veru hún sem sé í framboði en ekki að Bill hafi fundið smugu til að komast aftur til valda í gegnum hana.
mbl.is Clinton skiptir um kosningastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaleysi ungmenna

Ég hugsa að vegna velmegunnar vesturlanda hafi myndast ákveðið áhugaleysi hjá ungmennum. Þau finna enga þörf til að fylgjast með málum eða að pæla í pólitík og heimsmálunum. Þeim finnst þetta ekki koma sér við. Ég heyri oft ungt fólk (jafnvel jafnaldra mína) segja að þau hafi ekki áhuga á pólitík og þar af leiðandi pæli þau ekkert í þeim málum. Svolítið eins og verið sé að ræða um fótbolta eða skák - þetta er auðvitað ekki spurning um áhugamál. Ef kreppa, örbyggð eða stjórnleysi ríkti í heimalöndum þessara ungmenna væri raunin önnur. Þau gera sér ekki grein fyrir því að það láku sviti og blóð til að ná fram því sem þeim finnst sjálfsagður réttur þeirra í dag. Ennfremur gera þau sér ekki grein fyrir hve mikilvægt er að viðhalda því sem hefur áunnist, það tekur minni tíma að rústa málunum en að laga þau.

Bara pæling.


mbl.is Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávísi

Ég var í teiti núna um helgina þar sem margt var gesta og samræðurnar lifandi og skemmtilegar. Oftast. Á ákveðnum tímapunkti leiddust umræðurnar út í umræðuna um innflytjendur á Íslandi og Múslima sem búa hérlendis.

Þarna var maður nokkur sem hafði sterkar skoðanir á þessu. Hann sagði að Múslimar væru ofbeldisfullir ofsatrúarmenn. Talaði hann um að þeir sendu þroskaheftar konur á vettvang, hlaðnar sprengiefni og væru með fjarstýringu til að sprengja þær og önnur fórnarlömb. Var hann þar að vitna í ákveðinn atburð sem ég persónulega þekki ekki næg deili á til að tjá mig um, en ég veit nú samt - þótt ekki væri nema fyrir heilbrigða skynsemi - að þetta er ekki almenn hegðun meðal Múslima.

Hann sagði ennfremur að Múslimar ættu að fá að byggja mosku hérna, jafnvel þótt svo honum þætti mikill óssómi af slíkri byggingu. Ástæðan var sú að það væri mjög hagkvæmt fyrir "okkur hin" því þá væri hægt að sprengja alla Múslimana í einni lotu. Ég varð svo reið innra með mér að heyra mann sem hefur fullan aðgang að menntun, er full læs og getur svo auðveldlega kynnt sér málin og aflað sér gildra upplýsinga, láta svona óheyrilega heimsku og hatur út úr sér. Mér fannst samt sem áður ekki orðum í þennan fávísa mann eyðandi og umræðan fjaraði, sem betur fer, út.

En. Nú velti ég þessu upp:
- Þessi maður hatar alla múslima út af einhverjum nokkrum einstaklingum sem gera (gríðarlega) slæma hluti.
- Þessir sömu nokkru einstaklingar hata svo alla vestræna menn vegna þeirrar spillingar sem nokkrir einstaklingar (samt töluvert fleiri einstaklingar en í hópi þeirra) ollu í þeirra heimi.
Aftur að partýgestinum:
- Þessi maður vill sprengja upp allt fólk á Íslandi sem aðhyllist Islam þótt svo það hafi ekki valdið nokkru tjóni né vandræðum (altso saklaust fólk), vegna þess að hann hatar hryðjuverkamenn.
- Á sama tíma sprengja hryðjuverkamennirnir saklaust fólk af því það hatar fólk eins og hann.

Spurningin er því þessi. Á hann ekki frekar mikið sameiginlegt með hryðjuverkamönnunum, eða hver er munurinn á honum og þeim? Eru ekki báðir aðilar uppfullir af illa ígrunduðu hatri á ósýnilegan óvin, hatri sem bitnar því á saklausu fólki? Ég er þess fullviss að ef sama stjórnleysi ríkti hér og í þeim löndum þar sem hryðjuverk eru jafn algeng og raun ber vitni, þá mundi þessi maður, og margir hans líkar, vera búinn að myrða margt saklaust fólk fyrir það eitt að trúa boðskap Kóransins. Það eina sem heldur aftur af honum er að hér ríkir stjórn, annars er munurinn enginn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband