Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2008 | 18:06
update #5
Jæja, þá wr ég orðin flughæf á A330-200. Í næstu viku verð ég svo flughæf á A340-300, A340-500, A340-600 og eitthvað fleira sniðugt.
Prófin hafa gengið vel og einkunnir hafa verið háar, svo það er engin ástæða að óttast það að fljúga með mér, eins og staðan er í dag ;o)
Í dag fór ég í bólusetningar sem voru "útrunnar" og er því ákaflega þreytt núna, eins og hjúkkan varaði mig við að ég mundi verða. Þar af leiðandi ætla ég að hafa þetta stutt og fara að sofa. Langur dagur á morgun, eins og alla virka daga reyndar ;o/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 14:04
fasteignir framtíðarinnar?
ég hefði ekket á móti svona íbúð.
http://www.gulfnews.com/business/Development/10222659.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2008 | 06:15
update #4
Þá er komið að því - fyrsta prófið á sunnudaginn, en í beinu framhaldi verður æft ditching, eða nauðlending á vatni. Það verður hópæfing, okkar hópur, F&B hópurinn og flugmannahópurinn, þá ættum við að vera komin með ágætis fjölda til að æfa smá panic.
Af því tilefni ætla ég að fara í fót- og handsnyrtingu svo að allur kroppurinn sé aflappaður og einbeittur í lærdóminn, en ekki síður af því að í svona hrikalegum hita verður manni, eða allavega mér, ægilega illt í fótunum. í gær var 43 stiga hiti heyrði ég í útvarpinu. Ég vil ekki einu sinni vita hvað það er í dag, vonandi fer það ekki yfir 40.
Jæja, ekki miklar fréttir að segja núna, ég læt ykkur vita hvernig gekk í prófinu seinna í vikunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 13:14
17di júní!
Hæ hó jibbí jei og allt það! Engar blöðrur eða candy floss fyrir mig, ég hélt upp á lýðveldisafmælið með því að taka skyndipróf um decompression og staðsetningar PO og MRT í Airbus 330-200. Þá lærði ég um eldvarnarbúnað í fyrrnefndri vél, aðferðir og skipulag.
Kvöldið fer svo í að læra meira um eld- og reykvarnir því á morgun byrjum við daginn á því að taka próf í því og förum svo að æfa allt heila klabbið í real-fire chamber sem er í raun klefi innréttaður eins og flugvél, en inni i honum verða kveiktir eldar svo við getum æft okkur að slökkva elda við sem raunverulegastar aðstæður. Í fyrtsa lagi verður kveiktur eldur út frá rafbúnaði í sætum, svo verður kveikt í sæti, þá verður kveikt í út frá eldunarbúnaði í eldhúsi, þá lítill eldur í t.d. rusli inni á WC, og að lokum stór eldur á WC. Það eina sem verður ekki svo mikið af er reykur, þar sem klefinn er útbúinn loftræstingu sem sæmir hlutverki hans. Sem betur fer!
Ég ætla svo að reyna að komast í hraðara net svo ég geti reddað mér firefox og þá get ég sett inn myndir fyrir ykkur að skoða. Það verður vonandi fljótlega.
hmmm látum okkur sjá, hvað meira vil ég segja ykkur núna. Það verður kannski ekki mikið meira í raun þar sem ég er að verða búin með nettímann minn.
Annars segi ég bara Masalama allir saman :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2008 | 14:21
update #2
Ég skrifaði eftirfarandi færslu á föstudaginn, en átti ekki nettíma til að senda hana inn:
Þá er fyrsta vikan í þjálfun búin. Í raun var mest megnis verið að ganga frá formsatriðum varðandi skjöl, landvistarleyfi, atvinnuleyfi, samþykkt frá flugmálastofnun, kynna okkur fyrir menningunni, öryggistariði, neyðarnúmer hættur til að forðast o.s.frv.
Núna er hins vegar komin HELGI!! Vei vei vei! Já, mikið rétt hér er vinnu vikan sunöfim og helgin fös-lau. Reyndar þurfum við að fara snemma á laugardagsmorguninn að fá peningastyrk beint í hönd, svo ég fyrirgef að þessi fyrsta helgi sé aðeins einn dagur ;o)
Í dag var mjög svalt og þæglegt veður, ekki nema ca 35 stig og léttskýjað. Annars er búið að vera mikið sandfjúk síðustu daga sem lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að vera hrikaleg mengun því maður sér hvorki himininn né sérlega langt út götuna (það er hins vegar alls ekki mikil loftmengun hér). Þá er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að hafa alla glugga lokaða, bæði af því að annars endarðu með eyðimörkina inní í stofu hjá þér, heldur einnig vegna þess að úti er venjulega 40+ gráður og um 95% raki, en inni er loftkæling og þurrt, og það sem gerist er að það verður allt á floti rafmagnstæki, húsgögn, föt og allt saman verður fyrir rakaskemmdum.
Þetta er allt svo ólíkt því sem maður á að venjast heima. En það er samt svo gaman að kynnast svona litlum hlutum sem eru svo mikill hluti af daglegu lífi fólks í öðrum heimshlutum.
Annars erum við farnar að leggja grunn að útskriftarskemmtiatriðinu okkar. Hvert batch þarf að gera frumsamið skemmtiatriði fyrir yfirmennina þegar þau fá vængina sína. Við erum með fullt af kjánalegum hugmyndum, en það er nú einmitt hugmyndin, bara að hafa þetta kjánalegt og skemmtilegt og njóta þess að vera ekki yfir það hafinn að skemmta sér eins og barn :o)
Í kvöld ætlum við allar í hópnum mínum að hittast og hafa batch-274 social sem þýðir í raun það að við ætlum að hittast heima hjá mér, byrja að æfa atriðið okkar og fara svo allar saman á veitinga-/kaffihúsarölt í einu veitingahverfanna. Það er í raun mjög margt þannig upp sett í borginni, eins og litlar nútíma souq-ur, sem er mjög þægilegt. Ef maður ætlar að kaupa rafmagnstæki fer maður í rafmagnstækjahverfið, ef manni vantar farsíma fer maður í gemsahverfið o.s.frv. En svo eru auðvitað alltaf líka mollin, en eins og margir kannski vita eru þau engu lík hér í furstadæmunum.
Annars er ég að hugsa um að fara að huga að því að gera mig frambærilega í útliti svo ég geti látið sjá mig með öllum fögru dömunum ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 17:17
Stutt yfirgrip yfir síðustu daga...
Asalamu alaikum allir saman!
Fyrstu dagarnir hérna í Abu Dhabi hafa verið svolítið einkennilegir. Fyrstu dagarnir eru erfiðasti því maður þekkir engann og það er hrikalega einmanalegt að vera einn og hafa ekkert annað að hugsa um en fólkið sitt heima. Hins vegar komumst við að því á fyrsta skóladeginum (þegar við hittumst loksins) að við vorum allar, hver í sínu herbergi skælandi út allan laugardaginn tíhíhí.
Hins vegar hef ég ekki yfir neinu að kvarta utan þess. Stelpurnar sem eru með mér í hóp eru mjög yndælar og það er frábært hvað það eru mörg þjóðerni innan þessa litla hóps. Námskeiðin fara þægilega af stað, en við höfum verið varaðar við að verða ekki værukærar því álagið verður víst gríðarlegt strax í næstu viku.
Í dag var læknisskoðunarferli og búningamátun. Þetta var frekar langur dagur því við vorum sóttar um 7.30 og vorum búnar 15.30, en það var ekki ein pása svo garnirnar voru aldeilis farnar að gaula í lok dags.
Þá fórum ég, Kanika frá Indlandi, Jessica frá Frakklandi, Monika frá Ungverjalandi og Katrina frá Nýja Sjálandi saman í mollið áðan til að komast í súpermarkað að kaupa nauðsynjar. Auk matarbyrgða og hreinlætisvara teljast hárnet og hárkleinuhringir til nauðsynjavara þar sem að það er grooming day á morgun og við viljum auðvitað fá toppeinkunn. His vegar týndum við Moniku, sem var mjög leiðinlegt, en hún er ótrúlega sjálfstæð svo við vorum ekki eins áhyggjufullar eins og ef einhver önnur af okkur hefði týnst.
Núna var ég að koma heim og er að gæða mér á pönnukökum og ávaxtasafa fyrir þá sem ekki vita að þá hefur maður ekki smakkað ávaxtasafa fyrr en maður hefur bragðað ávaxtasafana hér! NAMMI NAMM!!!!!! Ekkert ferskara.
Annars fer ég nú að halda í bólið, pick up á morgun klukkan 6.30 og ég þarf að vera stífmáluð og með upptekið hár = þarf að vakna um 5.00 ;o)
Knús frá Abu Dhabi
xxxxxxxxxxxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2008 | 23:24
Stutt í brottför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 18:09
BÚIN!!!
Sumsé afkastamikill dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 11:48
Frumkvöðull og fyrirmynd!
Hanadi Zakariya Hindi er kjarnakona. Hún er ekki bara ein af fáum kven-flugmönnum Arabaheimsins heldur er hún hvorki meira né minna en flugstjóri - og rúsínan í pylsuendanum: Hún er Saudi-Arabísk, en lögin þar í landi meina konum að keyra bíla!
Þannig að svo virðist sem frk Zakariya Hindi hafi fundið glufu í kerfinu, og þótt hún megi ekki taka bílpróf gerði hún svo margt um betur! Þessi kona er fyrirmynd samlanda sinna og vonandi einn steinn í götuna í átt að bættum mannréttindum í Saudi-Arabíu.
Þess má til gamans geta að á útskriftardaginn hennar sem flugmaður var hún heiðruð af prins Alwaleed ibn Talal í viðurvist stoltra foreldra sinna. Prinsinn er formaður KHC en fyrirtækið styrkti nám hennar.
If there is any Saudi lady who is interested in the field of aeronautics or becoming a pilot then I extend her an open invitation to call me. I will fully underwrite any such undertaking from A to Z, sagði Alwaleed ibn Talal við þetta hátíðlega tilefni og bætti við, I believe that Saudi women are as capable, if not more capable than their male counterparts.
Heyr, heyr!
Myndin er fengin hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 13:42
Skondið hvað heyrist lítið í Skúla fylgjendum
Gagnrýnir múslima fyrir að styðja ekki uppreisnarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)