Færsluflokkur: Vísindi og fræði
30.5.2008 | 15:50
Miðað við
hvað mér var brugðið hér heima í Reykjavík, þá get ég rétt ímyndað mér að margir muni þurfa á hjálp að halda sem voru nær upptökunum þegar skjálftinn varð. Ég er í það minnsta fegin að ég var ekki nær, ég er skelfilega hrædd við svona hamfarir. Það voru nokkrir hlutir sem mátti ekki miklu muna að hefðu fallið um koll hjá mér. Ég horfði á stóran fimm arma kertastjaka vagga á borðinu fyrir framan mig, líkt og hann væri að ganga í átt að brúninni, og rétt fyrir ofan hann sveiflaðist kristalsljóskrónan sem í trylltum dansi væri, í takt við göngulag stjakans. Gat ekki að því gert að ímynda mér eitt örskots augnablik að ég væri vitni að forboðinni ást sem loks hefði loks fengið útrás. En einmitt þá þurfti ég að grípa í húsgagn til að halda jafnvægi og rómantíkin hvarf um leið.
Annars eru kisurnar mínar tvær komnar undan rúminu. Það tók þær dágóða stund að þora því og sú eldri var kvekkt og eirðarlaus og óörugg það sem eftir lifði dags í gær. En við erum allar sprækar í dag. Maðurinn minn hlær bara að okkur.
Sálrænt áfall getur komið í kjölfar skjálftans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 16:29
Þetta
18.7.2007 | 23:57
Hvar fæ ég
greiningu á því hvort ég sé með þetta? Ég hef allt mitt líf verið í vandræðum með það sem ég hef alltaf kallað "pirringur í fótunum" sem er í raun þannig að ég með verki og eitthvað sem ég get bara lýst sem pirring í fótunum. Þá get ég ekki með nokkru móti legið/setið hreyfingarlaus því pirringurinn magnast óðfluga upp við kyrrstöðu. Ég hélt að allir væru svona og fólk skildi bara ekki mitt nafn á þessu. Nú get ég sýnt unnusta mínum fram á það að ég er ekki ruglukolla, ég er fársjúk og illa haldin af fótaóeirð. Það er vandamálið.
Var ég ekki einmitt að blogga fyrir skemmstu um svefnleysi mitt?
Áfanga náð í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar á fótaóeirð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |