20.3.2007 | 23:27
Svona frá fræðilegu sjónahorni: Hvernig?
Svona fræðilega séð, hvernig tekur maður augun úr einhverjum? Það þarf töluvert átak bara til að ná auglokunum opnum, þ.e.a.s. ef að manneskjan er ekki meðvitundarlaus, og svo eru augu líka örugglega sleip viðkomu og þarf því að taka fast um þau til að rífa þau út. Þau eru þar að auki ekki beinlínis laus og geta dottið út hvenær sem er svo það þarf væntanlega smá átak til að slíta taugina og annað sem heldur auganu á sínum stað. Svo lét hann ekki nægja að ganga í gengum allt þetta vesen til að ná einu úr, heldur hefst svo handa við að rífa hitt úr líka.
Það er líklega ekki hægt að bera við stundarbrjálæði, fyrirhöfnin virðist nefnilega töluverð. Maðurinn er sumsé að öllum líkindum snargeðveikur og stórhættulegur umhverfi sínu.
Vona að hann komi ekki til Íslands þegar hann verður rekinn frá Frakklandi.
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að rífa augun úr eiginkonu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Út af Schengen samstarfinu má þessi maður ekki heldur koma til Íslands, sem betur fer.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:33
Svona fræðilega séð þá þurfa augun ekki að vera opin, svona fræðilega séð þá er hægt að nota þumalputta eða vísifingur á svipaðan hátt og skeið er notuð þegar étið er greipaldin.
Don Bloggs (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:11
Það ku vera lítið mál, þrýsta fingri undir augað, sem er ´kúla og þá poppar kúlan (augað) úr tóftinni. Svo hangir nervus opticus fast við og þá bara rífa hana í sundur. Vöðvarnir sex sem stjórna hreyfingum augans eru víst ekki mikil fyrirstaða og þó, ég hef ekki reynslu í svona brottnámi, hvorki úr manni eða mús!
Már Haraldsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:04
Ja hérna. Ég hefði talið það meira mál að rífa augun úr einhverjum, en fróðari menn en ég hafa nú gert mér það ljóst að jafnvel ég gæti orkað þessari svo að segja átakalausu aðgerð. Ég hyggst samt ekki láta á kenningarnar reyna, þó svo að ég sé nú, eins og áður sagði, fróðari um athöfnina.
Fríða Rakel Kaaber, 26.3.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.