Flutt á Sólina

Þá erum við flutt í nýja húsnæðið. Mikið óskaplega er það notalegt, jafnvel þótt enn vannti eldhús og bað. Ætluðum að kaupa innréttingu í IKEA en þegar við vorum að ganga frá pöntuninni kemur í ljós að það er ekki til einn skápurinn sem við getum ómögulega verið án og erum við því alveg lens núna. IKEA er samt fín verslun. Verslun fólksins.

Þar sem aðeins eru 4 dagar frá því við fluttum formlega er óhætt að segja að við búum í pappakössum. Símalínan er þó komin í gagnið, ísskápurinn kominn í hús og búið er að panta myrkvunartjöld í svefnherbergisgluggann. Versluðum hjá Pílugluggatjöldum þegar við keyptum fyrstu eignina og gerðum það líka núna, enda verðið hjá þeim með eindæmum gott og varan og þjónustan í háum gæðum. Ísskápinn keyptum við hjá Rönning, verulega töff 50's skáp sem var mun ódýrari en aðrir sambærilegir skápar. Fengum líka fína þjónustu.
Mér finnst svo gaman að dreifa boðskapnum um fyrirtæki sem veita þjónustu, vöru og verð sem þau geta verið stolt af. Ég er nefnilega alltof dugleg að tala bara um það þegar mér er misboðið en er ekki nógu oft að segja fólki frá góðum stöðum til að stunda viðskipti sín. En nú er samviska mín betri, ég er búin að rétta þetta af.

En, hvað sem verslunum líður þá erum við fjölskyldan hægt og rólega að rétta úr krumpuðum rótunum svo að við getum skotið þeim níður á ný á Sólinni. Það var svolítið skrítið að yfirgefa fyrstu íbúðina sína í síðasta skiptið en það er líka gaman að koma sér fyrir að nýju.

Jæja, það er nú aldeilis príðilegt að babbla um ekki neitt þegar ég á að vera að læra fyrir prófið á mánudaginn. Ég er hætt. Wish me luck.

Þar til næst, góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband