Ekki mikil hætta á ferð, nema kannski fyrir sætið.

Eins og fleiri hafa þegar bloggað um þá er ekki hægt að opna hurðarnar á flugvélum þegar þær eru í flugi. En það er samt hægt að búa til æsifrétt úr þessari vesælu tilraun, sem er frekar skondið. Ég yrði samt ekki hissa ef önnur svona frétt birtist 8. eða 9. ágúst: "Ung Íslenska kona trylltist í flugvél á leið til Beijing" - ég snælduvitlaus, komin með heimþrá eftir aðeins nokkra klukkutíma. Hins vegar líður mér svo vel í flugvélum að ég hugsa að ég muni hrjóta af mér allt flugið frekar en að stressast öll upp. Það verður kannski smá taugafiðringur í fyrstu vélinni, frá Íslandi, að horfa á landið sitt hverfa vitandi það að ég mun ekki sjá það aftur (né nokkurn á því) í marga mánuði.

Jæja, ég er kannski komin með smá stress í taugarnar eftir allt.


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úúú ertu að fara til Beijing í nám? ég rakst á síðuna í gegnum fréttina á mbl og vildi bara óska þér góðrar ferðar.

nú er orðið allt of langt síðan síðast, kannski við sjáumst einu sinni áður en þú ferð? verðum að fá að kíkja á íbúðina ykkar!

xoxo

Hanna Líba 

Hanna Líba (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm og mætti ég bæta við að þér eruð ansi myndarlegar, er marka má kennimynd þína...

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

takk takk Sigurjón, og já Hanna mín, ég er að fara til Beijing, reyndar mun ég dvelja í Xi'an, en ekki í námi heldur sjálfboðastarfi; vinna með börnum og láta gott af mér leiða og allt það....

Fríða Rakel Kaaber, 23.6.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband