Er fólk svona ósjálfbjarga?

Ég hef margoft keypt flugmiða á netinu og svonalagað hefur aldrei vafist fyrir mér. Ef fólk kann ekki betur en svo á netið þá ætti það kannski bara að fara á skrifstofuna eða kaupa í gegnum síma. Af hverju þarf að mata fólk svona rosalega? Fólk hlítur að geta bjargað sér betur en svo upp á eigin spítur að það þurfi að setja hvern einast greiðslulið fram með ritgerð um tilgang hans, kosti og galla. Auk þess finnst mér sem þessi hugmynd, allavega út frá þessari frétt, muni gera síðurnar ónotendavænni fyrir vikið með því að viðskiptavinurinn, t.d. ég, þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að kaupa sér þessa aukaþjónustu í stað þess að haka við einn reit.
Ég er hætt. Þetta pirrar mig bara.
mbl.is Talsmaður neytenda vill að flugfélög breyti bókunarsíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

mér finnst þetta mjög skiljanlegt þar sem að flest greiðslukort fela í sér forfallatryggingu og ferðatryggingu, ásamt farangurstyggingu ofl, þannig að það er óþarfi að kaupa sér forfallatryggingu ef greitt er með kreditkorti.

Daníel Sigurðsson, 22.6.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband