3.7.2007 | 22:11
39 dagar
Eftir 39 daga hefst ævintýri mitt. Í raun mætti deila um hvort það hefjist deginum áður, það er þegar ég fer af landi brott og held til Kína, en ég verð ekki mætt til Xi'an fyrr en 11. ágúst og þá, að mínu mati, hefst gleðin fyrir alvöru. Það er svo skrítið að núna er það mér afar raunverulegt að ég muni ekki vera á frónni í 3,5 mánuði, en þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að fara út í þá er verustaður minn þennan tíma algerlega óraunverulegur. Með öðrum orðum ég núna sérlega meðvituð um komandi fjarveru mína en hef enga tilfinningu fyrir veru minni þennan sama tíma. Þá eru sumsé þessi nákvæmlega sömu ca.100 dagar bæði ofur-raunverulegir og ó-raunverulegir á sama tíma. Þetta er mögnuð pæling. Ætli það sé hægt að orða hana á fleiri vegu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.