Sagt hefur verið

að allir séu bitnir af moskító flugum, sumir fá bara meiri ofnæmisviðbrögð en aðrir. Þá eru sumir sem segjast aldrei vera bitnir. Þeir lifa klárlega í skugga vanþekkingar því að þeir eru víst bitnir: ónæmiskerfi þeirra eru bara sterkari en hjá meðaljóninum (samkvæmt þessari kenningu a.m.k.).

 Ég, á hinn bóginn, er greinilega ekki með svo sterkt ónæmiskerfi þegar kemur að þesum litlu kvikindum. Þessi mynd var tekin af sköflungi mínum á ferðalagi mínu í Mexico.

Moskító bit að hætti Fríðu

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bara að vona að moskítóflugur séu ekki til í Kína. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að líkurnar eru mér í óhag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ái!

Ragga (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 01:55

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Þetta er djúsí.

Fríða Rakel Kaaber, 4.8.2007 kl. 02:03

3 identicon

Svona álíka og pyntingartækin í Prag.

Ragga (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 02:08

4 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Akkúrat. Þetta er Mexicóska aðferðin. Lokka fórnarlömbin inn á hótel og leyfa svo flugunum að leika lausum hala.

Fríða Rakel Kaaber, 4.8.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband