átti einu sinni spjall

við Kúbverja. Sátum við í makindum og sötruðum kaffibolla á meðan hann reitti af sér hvern Kastró brandarann á fætur öðrum. Þeir minntu einna helst á Hafnfirðingabrandara nema hvað að þeir snérust flest allir um það að Kastró væri langlífasti bastarður síðan Adam reis af moldu hérna um árið.

Læt einn fylgja hér með svona í gamni. Sitt sýnist hverjum um gæðin.

Maður einn vildi biðja einræðisherran bónar og ákvað því að koma færandi hendi í von um að það mundi milda karlinn. Hann hugsaði vel og lengi hvað væri nú verðugt í huga foringjans og eftir miklar vangaveltur ákvað hann að gefa honum risaskjaldböku. Það þurfti mikla fyrirhöfn en á endanum tókst honum að nálgast eina slíka og fór nú á fund Kastrós. Hann færði honum auðmjúkur gjöfina og beið nú í ofvæni í von um góð viðbrögð. Kastró horfði á skjaldbökuna lengi og spurði svo hugsi, "Og hversu lengi lifa svona skepnur?". "Þetta karldýr er ungt og hraust og mun lifa í mjög langan tíma, allt upp í 200 ár, herra minn!" svaraði maðurinn, og ekki var laust við að vottaði fyrir monti í röddinni, hann hafði klárlega hitt naglan á höfuðið með þessari gjöf. Honum til mikillar furðu andvarpaði leiðtoginn þungt. "Þetta er vandamálið með gæludýr, þau drepast alltaf svo fljótt!"


mbl.is Kastró að láta af völdum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband