ég skammast mín fyrir landa mína

Breskur vinur minn sagði mér fyrir stuttu frá hryllilega vandræðalegu atviki sem hann varð vitni/þátttakandi að. Þannig var að hann var staddur á veitingahúsi í Reykjavík og hafði einmitt rekist á nokkra breska túrista þar inni sem sátu saman í hóp og spjölluðu yfir drykkjum. Skyndilega ræðst íslenskur maður að þeim með stól öskrandi að hann hati þessa hel¥ı|°©®∂©|∆ útlendinga og að þau eigi að drulla sér í burtu. Sem betur fer er vinur minn sterkbyggður og náði að grípa stólinn áður en hann small á andliti eins túristans. Fólkið varð, eðlilega, dauðskelkað og botnaði ekkert í því hvað hafði gerst eða hvað ofbeldismanninum gekk til með þessu.
Ég get rétt ímyndað mér hversu góð landkynning þessi einstaklingur hefur verið og hversu ákaft þetta fólk vill koma hingað aftur eða mæla með Íslandi sem góðum áfangastað fyrir vini sína.

Já, það er skammarlegt ástand á Íslendingum þessa dagana. Því eins og einn kunningi minn sagði að þá eru það ekki útlendingar sem taka frá okkur íslensku menninguna okkar, það erum við sem glötum henni upp á eigin spýtur. Ef við viljum vera vaxandi afl í heiminum þá þurfum við að vera alþjóðavædd, en það þýðir alls ekki að við getum ekki verið Íslendingar með íslenksa menningu á sama tíma. Það er okkar að finna jafnvægið og samhljóminn í þessu tvennu. Það er okkar að viðhalda menningunni og það hefur ekkert með það að gera hvort það eru innflytjendur, erlent vinnuafl - nú eða túristar - á landinu, enda eru þau ekki barnfæddir Íslendingar og það er því ekki undir þeim komið að viðhalda okkar menningu.

Þetta eru mínir fimm aurar í bili. Gæti haldið endalaust áfram með umræðuefnið þar sem mér finnst fátt eins óþolandi og illa upplýst eins og kenna alltaf öðrum um í stað þess að byrja á því að líta í eigin barm og sjá hvaða sök liggur þar og hvernig má laga hana.
Jæja, ég er hætt og ætla að halda áfram með ritgerðina mína núna.


mbl.is Götur miðborgar þaktar áróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ljót saga. En láttu nú duga að skammast þín fyrir þennan mann, ekki okkur hin líka, hvað hef ég gert þér? Svo langar mig að benda á að það er rétt að túristar og skammtímavinnufólk þarf ekki að sníða sig inní okkar menningu og lyfta henni til vegs og virðingar. EN, inflytjendur sem hér vilja búa EIGA að gera það. FRIÐUR

Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Ég er á því að þessir fimm aurar þínir séu gulls ígildi. Merkilegt hvað fólk getur kennt öðrum (útlendingum semsagt) um vanhæfni sína (að glata niður íslenskri menningu til dæmis).

Haraldur - hún sagðist skamma sín fyrir landa sína. Ekki alla landa, enda alhæfir hún ekki, heldur lætur það ótilgreint. FRIÐUR til þín og annarra.

Hugrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Takk fyrir innskotin! Já, Hugrún, þú skildir mig rétt ég skammast mín svo sannarlega ekki fyrir alla landa mína enda eru þeir upp til hópa mjög gott fólk. Ég skammast mín hins vegar fyrir svörtu sauðina sem eru að skemma orðstýr okkar hinna og ímynd landsins, en það sorglega er það að svörtu sauðunum fer svo hrikalega fjölgandi undanfarin misseri. Veit hins vegar ekki skýringuna á því af hverju það er. Kannski eru þeir jafn margir og áður en láta meira fyrir sér fara? Máske.

Friður til ykkar og allra :o)

Fríða Rakel Kaaber, 19.5.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svona svona Hugrún,anda með nefinu. Fríða segir í titli greinar sinnar "ég skammast mín fyrir landa mína " það er nú frekar svona tilgreind alhæfing er það ekki? Ef þú segir ekki það sem þú meinar, þá skaltu ekki ætlast til að fólk viti hvað þú meinar. Ég get alveg tekið undir með henni, með það að ég skammast mín fyrir framkomu þessa manns. En til að koma því til skila segi ég ekki ; ég skammast mín fyrir landa mína.

Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Haraldur: það verður samt að athuga samhengið líka, altso greinin mín er tengd við grein mbl um skammarlega hegðun nokkurra landa minna og einnig nefni ég svo annað dæmi um neikvæða hegðun gagnvart útlendingum.

Þannig að ég á við fleiri en bara einstaklinginn í minn fyrirsögn, þótt ég greini ekki nákvæmlega frá því hverja nákvæmlega ég á við þar sem taldi það augljóst út frá samhenginu.

Ég sé það hins vegar út frá þínum athugasemdum að það var greinilega ekki eins augljóst og ég taldi og þykir mér miður að hafa valdið þér þeim miskilningi að ég sé mótfallin öllum Íslendingum þar sem það er alls ekki tilfellið.

Annars fannst mér Hugrún ekkert vera að æsa sig neitt, en það er kannski bara mín túlkun á athugasemd hennar :o)

Fríða Rakel Kaaber, 19.5.2008 kl. 18:59

6 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Var að horfa á fréttir RÚV og gleðst mjög yfir því að þessi áróðursspjöld hafi verið hluti af gjörningi en ekki raunverulegur hatursáróður eihvers íslensks hóps!

Fríða Rakel Kaaber, 19.5.2008 kl. 19:15

7 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Takk fyrir það Micha, ég kíkti á bloggið þitt og verð að segja að mér finnst alveg ótrúlegt hvað þú ert fær í íslenskunni! Virkilega gaman að sjá svona, vona að þú haldir áfram að skrifa :o)

Fríða Rakel Kaaber, 19.5.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband