Ég skammast mín fyrir landa mína 2.hluti

Á fimmtudaginn síðasta fór ég ásamt breskum vinum mínum á kaffihús hér í bæ. Báðir vinir mínir reykja svo þegar kom að því að sinna þeim þörfum fór ég út með þeim. Þarna stöndum við fyrir utan og spjöllum saman (á ensku, óhjákvæmilega) þegar Íslendingur, sem taldi okkur öll vera Breta, fór að hreyta skít í okkur kalla okkur öllum illum nöfnum. Þegar ég tilkynnti honum að ég væri Íslendingur og að hann væri kannski sá sem ætti frekar skilið fúkyrðin fyrir þessa framkomu, snérist uppátækið í það að kalla mig útlendingasleikju og annað í þeim dúr. Það einkennilegasta var þó að hann hélt áfram dónaskapnum á ensku, þrátt fyrir að ég svaraði honum á móðurmálinu, en talaði svo íslensku við félaga sína.

Svona fólk á bara að halda sig innandyra og stunda smá naflaskoðun áður en það fer út í siðmenninguna.

einnig: Ó-skemmtilegt nokk að annar þessara vina minna er einmitt sami einstaklingur og ég sagði frá í fyrri dæmisögu minni um útlendingahatur á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband