Update #9

Þessa vikuna erum við í þjónustu þjálfun. Síðustu daga höfum við verið að læra allt um barþjónustu: bar service, individual bar service, hot beverage bar service o.s.frv. Í dag vorum við að læra um úrval áfengra drykkja um borð í vélinni og þau hanastél og drykki sem við getum útbúið úr þeim. Ég hafði sérlega gaman af því að læra um ferlin við gerð áfengis og hvað það er sem skiptir mestu máli í greiningu góðs áfengis, t.d. vodka. 

vín

 Við fengum allar einhverja drykki til að kynna fyrir hópnum. Við þurftum að segja úr hverju drykkurinn er unninn, hversu mörg prósent hann er, hvaða flokki hann tilheyrir og hvaða drykki er hægt að útbúa úr þeim og hvernig. Drykkirnir sem mér voru fengnir voru Kalhúa, Britburger og Amstel Light, altso líkjör, léttbjór og bjór. Þetta var mjög skemmtilegt, verst að ég drekk ekki áfengi svo ég mun aldrei vita hvernig þessi hanastél smakkast þótt ég kunni núna að útbúa þau. 

Á morgun förum við í Duty Free. Það er alltaf ein manneskja um borð sem er Duty Free Operator. Þessi heppna manneskja fær að sjá um alla pappírsvinnuna, og enginn annar fær að fara í vagninn nema hann/hún. Hvað fær viðkomandi svo fyrir erfiðið? Jú, hann/hún fær söluprósentur en þar að auki fer sölutalan í pott og á 6 mánaða fresti er athugað hver er söluhæstur og sá fær vegleg verðlaun. Síðast var það splunkunýr Mini Cooper og 1.000 DHS í vasann fyrir bensíni og svona. Þessi stelpa fékk val um það hvort hún vildi halda bílnum, eða ef hún vildi hann ekki af einhverjum ástæðum, hefði bíllin verið keyptur út af henni á fullu umboðsverði. Hún vildi halda bílnum, en mér finnst frábært að henni hafi verið gefið þetta val þar sem það vilja ekki allir vera á bíl í svona bílastæðalausri borg. Svo eru nú ekkert allir með bílpróf heldur.

Þess má til gamans geta að salan sem poppaði upp sölutöluna hjá þessari stelpu (samkvæmt orðrómnum) var þegar einhver ægilega indæll Sheikh var um borð og keypti nánast upp Duty Free vagninn. Hann á víst að hafa tekið sumt með sér frá borði, en öðru var dreift á flugfreyjurnar og flugþjónana sem gjafir fyrir góða þjónustu. Hvort það sé satt að þetta hafi átt við í þessi tilfelli veit ég auðvitað ekkert um, en hins vegar hef ég heyrt að þetta gerist stundum í vélinni þegar að ríkir farþegar eru annars vegar. Þá eru allar flugfreyjurnar vinsamlegast beðnar að velja sér ilmvatn eða skartgrip sem þakkarvott, þótt almennt kaupi ekki einn aðili allt úr vagninum.

 Jæja, þá vitið þið það. Þið þurfið að hvetja alla sem þið þekkjið til að fljúga með Etihad þegar ég er að vinna og er líka DFO svo að ég fái verðlaun einhverntíman :o) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og hvað gerir gott vodka betra en annað vodka? Kannski hversu margir rússar hafa látist af völdum áfengiseitrunar eftir að hafa neitt hans í óhófi?

maðurinn þinn (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Þér til upplýsinga fer það eftir því hversu oft það fer í gegnum eimingarferli. Því oftar sem það er eimað því mýkra verður það, altso gæðin aukast (og verðið hækkar).

Ég hugsa að það sé hins vegar ekki góðs viti ef að einhver hefur drepist af því, ég mundi segja að það væri illa eimað áfangi. Annars er ég enginn sérfræðingur sko.

Fríða Rakel Kaaber, 17.7.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband