17.7.2008 | 17:17
Var að skoða blogg
og rakst á þessa skemmtilegu færslu. Ég fékk smá heimþrá að sjá/heyra af vinafólkinu heima. Merkilegt nokk að þegar ég er svona langt í burtu finnst mér að allt eigi að standa í stað heima. Eins og það sé útilokað að fólk eigi sér nokkuð líf nema að ég sé þar til að vera vitni að því. Það eina sem mundi ekki koma mér á óvart væri fallinn meirihluti í borgarstjórn eða fréttir af hvítabirni. Ef björninn reyndist svo vera plastpoki fastur í gaddavír mundi það líklega ekki heldur reka mig í rogastans.Anywho, þá efast ég ekki um að Valli og co. hafi haldið uppi góðum glaum að vanda. Gaman líka að sjá aftur þetta fína myndband hans Freymars og ekki má gleyma óaðfinnanlegu andliti Hauksins. Já, það er greinilegt að lífið heldur áfram á frónni, jafnvel í fjarveru minni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.