7.8.2008 | 19:55
Update #13
Ég var tekin af Sydney standby og sett yfir á airport standby annað kvöld í staðinn. Þá þarf ég að fara upp á flugvöll í fullri múnderingu og bíða þar í viðbragðsstöðu í 4 klst, ef þörf skyldi verða á að kalla mig út. Ég þarf að vera með farangur með mér sem hentar við allar aðstæður ef ske kynni að ég verði kölluð út í stopp einhverstaðar. Ja hérna þetta verður áhugavert.
Hins vegar er ég miður mín núna. Þrjár af hópfélögum mínum úr námskeiðinu voru saman í flugi í dag og lentu í þeirri hryllilegu aðstöðu að ungur maður lést um borð. Hann var að ferðast ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum, annar að verða þriggja ára en hinn aðeins ungabarn, nokkurra mánaða. Hann var aðeins 29 ára og hafði enga fyrri sögu um neina kvilla, hann bara datt skyndilega niður og lést nánast samstundis. Endurlífgunartilraunir báru engan árangur.
Ég vil biðja alla sem lesa þetta að biðja fyrir eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Ég get ekki ímyndað mér hvað þessi kona er að gangast í gegnum núna, alein í ókunnu landi, en þau voru frá KSA og atvikið átti sér stað í Bahrein.
Hins vegar er ég miður mín núna. Þrjár af hópfélögum mínum úr námskeiðinu voru saman í flugi í dag og lentu í þeirri hryllilegu aðstöðu að ungur maður lést um borð. Hann var að ferðast ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum, annar að verða þriggja ára en hinn aðeins ungabarn, nokkurra mánaða. Hann var aðeins 29 ára og hafði enga fyrri sögu um neina kvilla, hann bara datt skyndilega niður og lést nánast samstundis. Endurlífgunartilraunir báru engan árangur.
Ég vil biðja alla sem lesa þetta að biðja fyrir eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Ég get ekki ímyndað mér hvað þessi kona er að gangast í gegnum núna, alein í ókunnu landi, en þau voru frá KSA og atvikið átti sér stað í Bahrein.
Athugasemdir
P.S. ég breytti letrinu þar sem það var frekar torlesið ;o)
Fríða Rakel Kaaber, 7.8.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.