12.1.2009 | 19:32
Mikill léttir!
Ég hef fylgst grant með bloggi eins fréttamanna The Independent, sem býr á Gaza ásamt fjölskyldu sinni. Það olli mér miklu hugarangri að hann hafði ekki skrifað í nokkra daga, en fyrir það hafði hann notað þessa nokkru klukkutíma af rafmagni sem þau fá, og skrifað á hverjum degi. Það voru skuggalegar færslur sem lýstu því hvernig sprengjudunurnar færðust nær og nær, og því var ekki óeðlilegt að álykta sem svo að þær hefðu kannski færst aðeins of nálægt.
En, sem betur fer, kom inn færsla í dag, og er hann enn á lífi. Hann þurfti að yfirgefa heimili móður sinnar núna, en áður hafði hann flúið bóndabæ föður síns, en það heimili var sprengt upp með föður hans og ungum frænda þar inni, ásamt nokkrum kusum. Það eru frábærar færslurnar hans, hlutlausar og raunhæfar og gefa manni góða innsýn í það hvernig er að búa á þessu svæði í dag. Hér er á ferðinni reyndur blaðamaður sem segir sögu sína dag frá degi innilokaður á útrýmingarsvæðinu Gaza. Mæli með lesningu blogsins hans, en það er að finna hér, eða þá greinar hans í The Independent, en þar má einnig finna blogfærslur hans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.